Leita skuli leiða til að hindra að örnefni á ensku festi sig í sessi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 17:58 Frá brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Myndin er úr safni. Vegagerðin Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira