SønderjyskE vann 2-1 sigur á Randers í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður hjá SønderjyskE á 68. mínútu, skömmu eftir að liðið komst í 2-1.
Christian Jakobsen kom SønderjyskE yfir á 30. mínútu og heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Á 54. mínútu jafnaði Marvin Egho fyrir Randers.
Ellefu mínútum skoraði Nýsjálendingurinn Marco Rojas sigurmark SønderjyskE.
Frederik Schram, sem gekk í raðir SønderjyskE í gær, var á varamannabekk liðsins í dag.
SønderjyskE endaði í 11. sæti dönsku deildarinnar á síðasta tímabili.
