Heima er best Ásta Eir Árnadóttir skrifar 15. júlí 2019 07:30 Bryndís Stefánsdóttir hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun. Falleg lýsing er mikilvæg að hennar mati. FBL/SIGTRYGGUR Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira