May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 14:31 May (t.h.) og Trump (t.v.) á G20-fundinum í Japan fyrr í sumar. Vísir/EPA Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15