39 farþegar Icelandair komust ekki með frá Manchester Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:15 Bombardier Q400-vél Air Iceland Connect sést hér á Akureyrarflugvelli. Vélarnar eru nú notaðar í millilandaflugi Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. vísir/frikki þór 39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40