Hér stóð Sandfellskirkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 08:00 Slegið á létta strengi að lokinni messu. Þorlákur, Pálína, Ingibjörg, Steina Björg, Halldóra, Sigrún og séra Stígur. Jón Ágúst „Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira