Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 11:32 Trump og Kim á hlutlausa svæðinu 30. júní. Bandaríkjaforseti hefur ausið einræðisherrann lofi undanfarin misseri. Vísir/AP Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44