Tekjur af Vaðlaheiðargöngum miklu lægri en áætlað var Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 11:45 Vesturmunni Vaðlaheiðarganga. Vísir/tryggvi Tekjur af ökumönnum sem fara í gegnum Vaðlaheiðargöng eru um 35 prósent lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að sama skapi hefur umferð um göngin verið undir væntingum, auk þess sem fleiri ökumenn hafa fengið afslátt vegna fyrirframgreiddra ferða en áætlað var. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir þessari þróun. Haft er eftir honum á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að framkvæmdir í göngunum kunni að hafa haft áhrif. Jafnframt væri allt eins við því að búast að ökumenn vilji spara sér gjaldið í göngin og aka Víkurskarðið yfir hásumarið og nefnir Valgeir rútur sérstaklega í því samhengi. Nú sé svo komið að um 70 prósent ökumanna nýti Vaðlaheiðargöng en vonir höfðu staðið til að hlutfallið væri um 90 prósent. Hlutfallið hefur því lækkað talsvert frá því að göngin voru opnuð, en í upphafi árs var greint frá því að um 85 prósent ökumanna færi um göngin og aðeins 15 prósent færu um Víkurskarð.Sjá einnig: Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafiÞá segir Valgeir að borið hafi á því að að ferðamenn stöðvi bíla sína fyrir utan göngin vegna þess að þau hafa ekki verið færð inn á landakortin sem ökumennirnir reiða sig á. Vonir standi hins vegar til að vegamerkingar og bætt aðkoma muni auka umferðina um göngin.Villandi merkingar Vegamerkingar við göngin hafa þó sætt gagnrýni af þveröfugri ástæðu. Leiðsögumaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sagði þannig í samtali við Bítið í vor að skilti við Vaðlaheiðargöng væru til þess fallin að blekkja ökumenn og beina þeim inn í göngin, með tilheyrandi gjaldgreiðslu. Í samskiptum við Vísi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að merkingarnar væru þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Ökutæki sem eru 7,5 tonn og yfir greiða 5200 krónur fyrir ferðina. Stök ferð fólkbíls um göngin mun kosta 1500 krónur. 10 ferðir kosta 12.500 krónur eða 1250 krónur ferðin. 40 ferðir kosta 36.000 krónur eða 900 krónur ferðin. 100 ferðir kosta 70.000 krónur eða 700 krónur ferðin. Vaðlaheiðargöng reyndust umtalsvert dýrari en ráð var fyrir gert og varð heildarkostnaður þeirra um 17 milljarðar króna. Akureyri Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Tekjur af ökumönnum sem fara í gegnum Vaðlaheiðargöng eru um 35 prósent lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að sama skapi hefur umferð um göngin verið undir væntingum, auk þess sem fleiri ökumenn hafa fengið afslátt vegna fyrirframgreiddra ferða en áætlað var. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir þessari þróun. Haft er eftir honum á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að framkvæmdir í göngunum kunni að hafa haft áhrif. Jafnframt væri allt eins við því að búast að ökumenn vilji spara sér gjaldið í göngin og aka Víkurskarðið yfir hásumarið og nefnir Valgeir rútur sérstaklega í því samhengi. Nú sé svo komið að um 70 prósent ökumanna nýti Vaðlaheiðargöng en vonir höfðu staðið til að hlutfallið væri um 90 prósent. Hlutfallið hefur því lækkað talsvert frá því að göngin voru opnuð, en í upphafi árs var greint frá því að um 85 prósent ökumanna færi um göngin og aðeins 15 prósent færu um Víkurskarð.Sjá einnig: Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafiÞá segir Valgeir að borið hafi á því að að ferðamenn stöðvi bíla sína fyrir utan göngin vegna þess að þau hafa ekki verið færð inn á landakortin sem ökumennirnir reiða sig á. Vonir standi hins vegar til að vegamerkingar og bætt aðkoma muni auka umferðina um göngin.Villandi merkingar Vegamerkingar við göngin hafa þó sætt gagnrýni af þveröfugri ástæðu. Leiðsögumaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sagði þannig í samtali við Bítið í vor að skilti við Vaðlaheiðargöng væru til þess fallin að blekkja ökumenn og beina þeim inn í göngin, með tilheyrandi gjaldgreiðslu. Í samskiptum við Vísi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að merkingarnar væru þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Ökutæki sem eru 7,5 tonn og yfir greiða 5200 krónur fyrir ferðina. Stök ferð fólkbíls um göngin mun kosta 1500 krónur. 10 ferðir kosta 12.500 krónur eða 1250 krónur ferðin. 40 ferðir kosta 36.000 krónur eða 900 krónur ferðin. 100 ferðir kosta 70.000 krónur eða 700 krónur ferðin. Vaðlaheiðargöng reyndust umtalsvert dýrari en ráð var fyrir gert og varð heildarkostnaður þeirra um 17 milljarðar króna.
Akureyri Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15
Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00