Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 11:45 Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja 14. júní síðastliðinn. Eyjar.net/Tryggvi Már Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00
Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52
Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15