Lögregla stöðvaði framleiðslu falsaðra lúxusbíla Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 09:10 Falsaðir Lamborghini bílar í bígerð. AP/ Lögreglan í Itajaí Lögreglan í brasilíska ríkinu Santa Catarina hafði á dögunum hendur í hári starfsmanna bílaverksmiðju sem sendi frá sér falsaða lúxusbíla á færibandi. Verksmiðjan, Autos Fibra, hafði auglýst starfsemi sína á Instagram og var með eigin YouTube rás. Lögreglu barst ábending um brot Autos Fibra og var ekki lengi að átta sig á hlutunum. Guardian greinir frá. Síðasta mánudag réðust lögreglumenn til atlögu og gerðu áhlaup á vörugeymslu í hafnarborginni Itajaí. Þar fundu lögreglumenn átta ökutæki, mis-tilbúin þó. Um var að ræða tvær Ferrari eftirlíkingar og sex Lamborghini eftirlíkingar.Enginn var handtekinn eftir aðgerðir lögreglu en tveir menn, feðgar, 53 ára og 29 ára verða ákærðir fyrir brot á hugverkalögum.„Þetta er glæpur þar sem að merki fyrirtækjanna og hönnun er tekin og notuð,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Angelo Fragelli. Bílarnir eru sagðir hafa verið sannfærandi í útliti en vélarnar voru teknar úr öðrum bílum þar á meðan úr Mitsubishi Eclipse, Alfa Romeo eða Chevrolet Omega.Segja fjölmiðla reyna að draga fyrirtækið í svaðið Lúxusbílar eins og þeir sem framleiddir voru hjá Autos Fibra kosta á bilinu 6 til 8 milljónir en ósviknir bílar á bilinu 50 til 83 milljónir króna. Autos Fibra hefur brugðist við ásökunum á hendur sér með myndbandi á YouTube, þar gagnrýnir fyrirtækið fjölmiðla fyrir að hafa reynt að draga þeirra heiðvirða fyrirtæki niður í svaðið. Við höfum ekki lokað. Starfsemin er eins og venjulega. Við munum klára þá bíla sem viðskiptavinir okkar hafa pantað, sagði annar mannanna og sagði fyrirtækið hafa verið starfandi í 25 ár. Lamborghini hyggst ekki kæra mennina en Ferrari hafði ekki svarað fyrirspurnum Guardian. Bílar Brasilía Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Lögreglan í brasilíska ríkinu Santa Catarina hafði á dögunum hendur í hári starfsmanna bílaverksmiðju sem sendi frá sér falsaða lúxusbíla á færibandi. Verksmiðjan, Autos Fibra, hafði auglýst starfsemi sína á Instagram og var með eigin YouTube rás. Lögreglu barst ábending um brot Autos Fibra og var ekki lengi að átta sig á hlutunum. Guardian greinir frá. Síðasta mánudag réðust lögreglumenn til atlögu og gerðu áhlaup á vörugeymslu í hafnarborginni Itajaí. Þar fundu lögreglumenn átta ökutæki, mis-tilbúin þó. Um var að ræða tvær Ferrari eftirlíkingar og sex Lamborghini eftirlíkingar.Enginn var handtekinn eftir aðgerðir lögreglu en tveir menn, feðgar, 53 ára og 29 ára verða ákærðir fyrir brot á hugverkalögum.„Þetta er glæpur þar sem að merki fyrirtækjanna og hönnun er tekin og notuð,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Angelo Fragelli. Bílarnir eru sagðir hafa verið sannfærandi í útliti en vélarnar voru teknar úr öðrum bílum þar á meðan úr Mitsubishi Eclipse, Alfa Romeo eða Chevrolet Omega.Segja fjölmiðla reyna að draga fyrirtækið í svaðið Lúxusbílar eins og þeir sem framleiddir voru hjá Autos Fibra kosta á bilinu 6 til 8 milljónir en ósviknir bílar á bilinu 50 til 83 milljónir króna. Autos Fibra hefur brugðist við ásökunum á hendur sér með myndbandi á YouTube, þar gagnrýnir fyrirtækið fjölmiðla fyrir að hafa reynt að draga þeirra heiðvirða fyrirtæki niður í svaðið. Við höfum ekki lokað. Starfsemin er eins og venjulega. Við munum klára þá bíla sem viðskiptavinir okkar hafa pantað, sagði annar mannanna og sagði fyrirtækið hafa verið starfandi í 25 ár. Lamborghini hyggst ekki kæra mennina en Ferrari hafði ekki svarað fyrirspurnum Guardian.
Bílar Brasilía Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira