Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Frá þessu er greint á vef Biskupsstofu en starfið var auglýst laust til umsóknar fyrr í sumar.
Pétur, sem ráðinn var úr hópi 26 umsækjenda, hefur undanfarin ár starfað sem sveitarstjóri Suðavíkurhrepps ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.
Þá hefur Pétur einnig starfað á markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Pétur lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands. Hann mun hefja störf á Biskupsstofu í byrjun ágúst.
