Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2019 11:12 Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. Vísir/ap Þúsundir eyjaskeggja fylktu liði í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, og kröfðust þess að Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó segði af sér eftir að hann og fleiri valdamenn í efstu lögum samfélagsins urðu uppvísir að fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið um helgina. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Lögreglan brást við mótmælunum með því að nota táragas og gúmmíkúlur.„Ricky-Leaks“ kornið sem fyllti mælinn Sumir hinna hátt settu sem tóku þátt í spjallinu hafa þegar sagt af sér en Roselló neitar að taka pokann sinn. Á blaðamannafundi sem fór fram á þriðjudag sagði hann að þrátt fyrir að skeytasendingarnar væru óviðeigandi væru þær ekki ólöglegar. Hann hvatti þjóðina til að horfa fram á veginn og halda áfram að starfa í þágu Púertó Ríkó. Mótmælendur segja háttsemi ráðamanna á spjallþræðinum vera kornið sem fyllti mælinn. Undanfarin ár hafa einkennst af miklum efnahagserfiðleikum en árið 2017 var tilkynnt um sögulega endurskipulagningu á skuldum ríkisins. Um var að ræða stærsta gjaldþrot í sögu bandaríska markaðarins með bréf ríkja og sveitarfélaga en sá markaður telur 3800 milljarða Bandaríkjadala. Stjórnvöld í Púertó Ríkó brugðust við efnahagsþrengingum með umfangsmikilli einkavæðingu sem hefur bitnað meðal annars á heilsugæslu og menntakerfi. Söngvarinn Ricky Martin til vinstri veifar fána Púertó Ríkó og krefst afsagnar Rosellos.Vísir/apHæddust að kynhneigð Martins Söngvarinn Ricky Martin, sem varð fyrir barðinu á hatursfullum ummælum valdamanna, var í fararbroddi í mótmælagöngunni. Í myndskeiði sem hann birti í gær sagðist hann vera reiður, pirraður og finna fyrir verk í brjósti. „Hvernig get ég losnað undan þessum þjáningum?“ spurði söngvarinn og svaraði eigin spurningu jafnóðum. Þær hyrfu með því að ganga fylktu liði með íbúum Púertó Ríkó og krefjast réttlætis.#PuertoRico nos vemos mañana en el la marcha a ls 5pm frente al Capitolio pic.twitter.com/4cZM1KF3Kn — Ricky Martin (@ricky_martin) July 17, 2019 „Við ætlum að fá Ricardo Rosselló til að skilja að við viljum hann ekki við völd og að við erum þreytt. Íbúar Púertó Ríkó hafa þjáðst svo mikið nú þegar. Við þolum ekki meiri kaldhæðni af hálfu svokallaðra „leiðtoga“. Sem betur fer var spjallþræðinum lekið. Sem betur fer var honum lekið því hann afhjúpaði þá alla.“Borgarstjórinn „greinilega hætt að taka lyfin sín“ Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, sagði mótmælin marka tímamót í sögu Púertó Ríkó. Hún er yfirlýstur andstæðingur Roselló og hyggst bjóða sig fram á móti honum í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Í spjallþræðinum sem var lekið um helgina hæddist Rosselló að Cruz og sagði að það væri greinilegt að hún væri „hætt að taka lyfin sín“. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Trump hafnar tölum um mannskaða á Púertó Ríkó Forseti Bandaríkjanna fullyrðir án raka að demókratar hafi "búið til“ tölur um mannskaða til að láta hann líta illa út. 13. september 2018 14:23 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Þúsundir eyjaskeggja fylktu liði í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, og kröfðust þess að Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó segði af sér eftir að hann og fleiri valdamenn í efstu lögum samfélagsins urðu uppvísir að fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið um helgina. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Lögreglan brást við mótmælunum með því að nota táragas og gúmmíkúlur.„Ricky-Leaks“ kornið sem fyllti mælinn Sumir hinna hátt settu sem tóku þátt í spjallinu hafa þegar sagt af sér en Roselló neitar að taka pokann sinn. Á blaðamannafundi sem fór fram á þriðjudag sagði hann að þrátt fyrir að skeytasendingarnar væru óviðeigandi væru þær ekki ólöglegar. Hann hvatti þjóðina til að horfa fram á veginn og halda áfram að starfa í þágu Púertó Ríkó. Mótmælendur segja háttsemi ráðamanna á spjallþræðinum vera kornið sem fyllti mælinn. Undanfarin ár hafa einkennst af miklum efnahagserfiðleikum en árið 2017 var tilkynnt um sögulega endurskipulagningu á skuldum ríkisins. Um var að ræða stærsta gjaldþrot í sögu bandaríska markaðarins með bréf ríkja og sveitarfélaga en sá markaður telur 3800 milljarða Bandaríkjadala. Stjórnvöld í Púertó Ríkó brugðust við efnahagsþrengingum með umfangsmikilli einkavæðingu sem hefur bitnað meðal annars á heilsugæslu og menntakerfi. Söngvarinn Ricky Martin til vinstri veifar fána Púertó Ríkó og krefst afsagnar Rosellos.Vísir/apHæddust að kynhneigð Martins Söngvarinn Ricky Martin, sem varð fyrir barðinu á hatursfullum ummælum valdamanna, var í fararbroddi í mótmælagöngunni. Í myndskeiði sem hann birti í gær sagðist hann vera reiður, pirraður og finna fyrir verk í brjósti. „Hvernig get ég losnað undan þessum þjáningum?“ spurði söngvarinn og svaraði eigin spurningu jafnóðum. Þær hyrfu með því að ganga fylktu liði með íbúum Púertó Ríkó og krefjast réttlætis.#PuertoRico nos vemos mañana en el la marcha a ls 5pm frente al Capitolio pic.twitter.com/4cZM1KF3Kn — Ricky Martin (@ricky_martin) July 17, 2019 „Við ætlum að fá Ricardo Rosselló til að skilja að við viljum hann ekki við völd og að við erum þreytt. Íbúar Púertó Ríkó hafa þjáðst svo mikið nú þegar. Við þolum ekki meiri kaldhæðni af hálfu svokallaðra „leiðtoga“. Sem betur fer var spjallþræðinum lekið. Sem betur fer var honum lekið því hann afhjúpaði þá alla.“Borgarstjórinn „greinilega hætt að taka lyfin sín“ Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, sagði mótmælin marka tímamót í sögu Púertó Ríkó. Hún er yfirlýstur andstæðingur Roselló og hyggst bjóða sig fram á móti honum í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Í spjallþræðinum sem var lekið um helgina hæddist Rosselló að Cruz og sagði að það væri greinilegt að hún væri „hætt að taka lyfin sín“.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Trump hafnar tölum um mannskaða á Púertó Ríkó Forseti Bandaríkjanna fullyrðir án raka að demókratar hafi "búið til“ tölur um mannskaða til að láta hann líta illa út. 13. september 2018 14:23 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Trump hafnar tölum um mannskaða á Púertó Ríkó Forseti Bandaríkjanna fullyrðir án raka að demókratar hafi "búið til“ tölur um mannskaða til að láta hann líta illa út. 13. september 2018 14:23
Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00
Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05
Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27