Horfir til Norðmanna og Dana þegar kemur að lagasetningu um kaup auðmanna á jörðum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:00 Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir að það geti ekki talist eignaupptaka að meina ábúendum að selja jarðir sínar til auðmanna. Vísir/Egill Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira