„Ekki oft sem þú upplifir svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 19:36 Rúnar Páll og félagar mæta Espanyol í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/bára „Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
„Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38