Rúnar: Getum gengið stoltir af velli Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júlí 2019 21:26 Rúnar kvaðst stoltur af sínum mönnum. vísir/bára KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00