„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 22:04 Trump hefur einkum beint spjótum sínum að Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins, sem flutti barnung til Bandaríkjanna frá Sómalíu. Mynd/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þá sagðist hann jafnframt „ósammála“ þegar hann var spurður út í hróp stuðningsmannanna. Trump hefur undanfarna daga gert þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashidu Tlaib og Ayönnu Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, að skotspóni sínum. Hann sendi m.a. frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna.„Sendu hana til baka!“ Trump hélt uppteknum hætti á baráttufundinum í Norður-Karólínu í gær og beindi þar sérstaklega spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Á fundinum laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Ekki ánægður með hrópin Forsetinn sagðist „ósammála“ þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Hann fór þó ekki nánar út í það hverju hann væri nákvæmlega ósammála. „Ég var ekki ánægður með það. Ég er ósammála því. En aftur á móti, ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa reynt að stöðva hróp stuðningsmanna sína, þrátt fyrir að hafa beðið í um tólf sekúndur á meðan þeir kyrjuðu og þangað til hann tók aftur til máls. Kvaðst Trump jafnframt hafa „liðið örlítið illa“ þegar stuðningsmennirnir hófu hrópin. Forsetinn og stuðningsmenn hans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir athæfið. Sjálf hefur Omar kallað Trump bæði rasista og fasista eftir baráttufundinn í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þá sagðist hann jafnframt „ósammála“ þegar hann var spurður út í hróp stuðningsmannanna. Trump hefur undanfarna daga gert þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashidu Tlaib og Ayönnu Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, að skotspóni sínum. Hann sendi m.a. frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna.„Sendu hana til baka!“ Trump hélt uppteknum hætti á baráttufundinum í Norður-Karólínu í gær og beindi þar sérstaklega spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Á fundinum laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Ekki ánægður með hrópin Forsetinn sagðist „ósammála“ þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Hann fór þó ekki nánar út í það hverju hann væri nákvæmlega ósammála. „Ég var ekki ánægður með það. Ég er ósammála því. En aftur á móti, ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa reynt að stöðva hróp stuðningsmanna sína, þrátt fyrir að hafa beðið í um tólf sekúndur á meðan þeir kyrjuðu og þangað til hann tók aftur til máls. Kvaðst Trump jafnframt hafa „liðið örlítið illa“ þegar stuðningsmennirnir hófu hrópin. Forsetinn og stuðningsmenn hans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir athæfið. Sjálf hefur Omar kallað Trump bæði rasista og fasista eftir baráttufundinn í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent