Erfið staða hjá Netflix Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Ýmsir eru með þetta app í símanum. Nordicphotos/AFP Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57
Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00