Brennuvargurinn taldi að myndasögu sinni hefði verið stolið Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 09:19 Eldurinn í myndverinu var ákafur. Slökkviliðsmönnum tókst ekki að ráða niðurlögum hans endanlega fyrr en í morgun. Vísir/EPA Talið er að rúmlega fertugur karlmaður sem kveikti í myndveri í Kýótó með þeim afleiðingum að 33 fórust hafi gert það vegna þess að hann taldi að myndverið hefði stolið myndasögu hans. Maðurinn er sagður hafa öskrað „deyið“ þegar úðaði bensíni á bygginguna og lagði eld að henni. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi virst reiður og öskrað um að hann hafi verið fórnarlamb ritstuldar. Einn þeirra hefur eftir lögregluheimildum að hann hafi játað við lögreglu að hafa kveikt í myndverinu. Auk þeirra sem létust eru tíu sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar kveikt var í henni. Íkveikjan er versta fjöldamorð í Japan frá því að 44 létust í annarri íkveikju í Tókýó árið 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn er talinn hafa keypt tvo tuttugu lítra bensínbrúsa í byggingarvöruverslun og fyllt þá með bensíni í garði nærri myndverinu. Hann virðist ekki hafa haft nein tengsl við myndverið sem framleiðir teiknimyndir og myndasögur. Nítján lík eru sögð hafa fundist á stigagangi á leið upp á þak byggingarinnar af þriðju hæð hennar. Líkin hafi legið hvert ofan á öðru. Talið er að fólkið hafi reynt að flýja eldinn sem var kveiktur á neðri hæðum byggingarinnar en því hafi ekki tekist að opna dyr þar. Japan Tengdar fréttir Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Talið er að rúmlega fertugur karlmaður sem kveikti í myndveri í Kýótó með þeim afleiðingum að 33 fórust hafi gert það vegna þess að hann taldi að myndverið hefði stolið myndasögu hans. Maðurinn er sagður hafa öskrað „deyið“ þegar úðaði bensíni á bygginguna og lagði eld að henni. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi virst reiður og öskrað um að hann hafi verið fórnarlamb ritstuldar. Einn þeirra hefur eftir lögregluheimildum að hann hafi játað við lögreglu að hafa kveikt í myndverinu. Auk þeirra sem létust eru tíu sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar kveikt var í henni. Íkveikjan er versta fjöldamorð í Japan frá því að 44 létust í annarri íkveikju í Tókýó árið 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn er talinn hafa keypt tvo tuttugu lítra bensínbrúsa í byggingarvöruverslun og fyllt þá með bensíni í garði nærri myndverinu. Hann virðist ekki hafa haft nein tengsl við myndverið sem framleiðir teiknimyndir og myndasögur. Nítján lík eru sögð hafa fundist á stigagangi á leið upp á þak byggingarinnar af þriðju hæð hennar. Líkin hafi legið hvert ofan á öðru. Talið er að fólkið hafi reynt að flýja eldinn sem var kveiktur á neðri hæðum byggingarinnar en því hafi ekki tekist að opna dyr þar.
Japan Tengdar fréttir Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15