Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 12:51 Donald Trump og Stormy Daniels. Vísir/Getty Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58