Allt sem tengist ljósmyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júlí 2019 10:00 Baldvin Einarsson rekur Saga Fotografica á Siglufirði ásamt konu sinni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur. Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira