Enn óútskýrð skattheimta á foreldra langveikra barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 08:15 Í maí hafði 241 foreldri fengið greiðslur samkvæmt lögum um greiðslur vegna langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Kostnaður ríkisins við að hætta tekjuskattheimtu af þeim yrði 20 milljónir á ári. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira