Nýtt súperstjörnulið NBA deildarinnar orðið til hjá Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 06:45 Kevin Durant og Kyrie Irving eru góðir vinir og vildu spila saman. Getty/ Kevin Mazur NBA stórstjörnurnar Kevin Durant og Kyrie Irving semja báðir við Brooklyn Nets þegar þeir mega skrifa undir samninga á laugardaginn kemur. Brooklyn Nets var sigurvegari næturinnar í NBA-deilarinnar þótt enginn leikur hafi farið fram. Nets fékk nefnilega til sín tvo af heitustu bitunum á leikmannamarkaði deildarinnar.KD and Kyrie are both taking less than max money to make room for DeAndre's 4-year, $40M deal with the Nets. (via @wojespn and @ramonashelburne) pic.twitter.com/SRa6z823ed — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Stórstjörnurnar Kevin Durant og Kyrie Irving ætla að spila saman næstu árin og þeir völdu Brooklyn Nets frekar en önnur félög sem buðu þeim gull og græna skóga. Brooklyn Nets fullkomnaði síðan þrennuna þegar miðherjinn DeAndre Jordan samþykkti einnig að spila með liðinu en Kevin Durant og Kyrie Irving „hjálpuðu“ aðeins til með því að taka minni pening til að búa til pláss fyrir Jordan undir launaþakinu.Kevin Durant plans to choose the Brooklyn Nets, league sources tell @wojespn. pic.twitter.com/IjuiYbprgz — ESPN (@espn) June 30, 2019Það var búið að leika út að Kyrie Irving ætlaði til Brooklyn Nets og Kevin Durant tilkynnti það síðan í gær að það verði líka hans lið þegar hann nær sér af meiðslunum. Kevin Durant mun væntanlega skrifa undir fjögurra ára samning og fá fyrir það 164 milljónir dollara. Kyrie Irving gerir einnig fjögurra ára samning og fær fyrir hann 141 milljón dollara. Durant og Irving fá samt báðir um fimm milljónir dollurum minna á hverju ári en þeir hefðu getað fengjð hjá Nets. Það gera þeir svo hægt væri að fá DeAndre Jordan sem mun einnig gera fjögurra ára samning við Brooklyn Nets og fá fyrir það 40 milljónir dollara. Kevin Durant og Kyrie Irving gætu hins vegar unnið þetta upp í bónusum gangi Brooklyn Nets liðinu vel. Liðið verður þó án Kevin Durant fyrsta tímabilið því hann mun ekkert spilað 2019-20. Durant sleit hásin í úrslitakeppninni í júni og notar næsta árið í að ná sér aftur góðum. Liðið spilar því ekki af fullum styrk fyrr en 2020-21 tímabilið en samnigur þeirra félaga nær út 2022-23 tímabilið.February: Teammates in the NBA All-Star Game July: Teammates on the Nets pic.twitter.com/qo2cb2EnmY — ESPN (@espn) June 30, 2019 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
NBA stórstjörnurnar Kevin Durant og Kyrie Irving semja báðir við Brooklyn Nets þegar þeir mega skrifa undir samninga á laugardaginn kemur. Brooklyn Nets var sigurvegari næturinnar í NBA-deilarinnar þótt enginn leikur hafi farið fram. Nets fékk nefnilega til sín tvo af heitustu bitunum á leikmannamarkaði deildarinnar.KD and Kyrie are both taking less than max money to make room for DeAndre's 4-year, $40M deal with the Nets. (via @wojespn and @ramonashelburne) pic.twitter.com/SRa6z823ed — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Stórstjörnurnar Kevin Durant og Kyrie Irving ætla að spila saman næstu árin og þeir völdu Brooklyn Nets frekar en önnur félög sem buðu þeim gull og græna skóga. Brooklyn Nets fullkomnaði síðan þrennuna þegar miðherjinn DeAndre Jordan samþykkti einnig að spila með liðinu en Kevin Durant og Kyrie Irving „hjálpuðu“ aðeins til með því að taka minni pening til að búa til pláss fyrir Jordan undir launaþakinu.Kevin Durant plans to choose the Brooklyn Nets, league sources tell @wojespn. pic.twitter.com/IjuiYbprgz — ESPN (@espn) June 30, 2019Það var búið að leika út að Kyrie Irving ætlaði til Brooklyn Nets og Kevin Durant tilkynnti það síðan í gær að það verði líka hans lið þegar hann nær sér af meiðslunum. Kevin Durant mun væntanlega skrifa undir fjögurra ára samning og fá fyrir það 164 milljónir dollara. Kyrie Irving gerir einnig fjögurra ára samning og fær fyrir hann 141 milljón dollara. Durant og Irving fá samt báðir um fimm milljónir dollurum minna á hverju ári en þeir hefðu getað fengjð hjá Nets. Það gera þeir svo hægt væri að fá DeAndre Jordan sem mun einnig gera fjögurra ára samning við Brooklyn Nets og fá fyrir það 40 milljónir dollara. Kevin Durant og Kyrie Irving gætu hins vegar unnið þetta upp í bónusum gangi Brooklyn Nets liðinu vel. Liðið verður þó án Kevin Durant fyrsta tímabilið því hann mun ekkert spilað 2019-20. Durant sleit hásin í úrslitakeppninni í júni og notar næsta árið í að ná sér aftur góðum. Liðið spilar því ekki af fullum styrk fyrr en 2020-21 tímabilið en samnigur þeirra félaga nær út 2022-23 tímabilið.February: Teammates in the NBA All-Star Game July: Teammates on the Nets pic.twitter.com/qo2cb2EnmY — ESPN (@espn) June 30, 2019
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira