Knicks var í fínni stöðu til þess að sækja einhverja af stjörnum deildarinnar en þurfti þess í stað að horfa upp á nágranna sína í Brooklyn búa til ofurlið.
Knicks fékk engan af þeim leikmönnum sem liðið hafði verið orðað við. Liðið fékk bara Julius Randle og það kætti ekki enn einasta stuðningsmann liðsins.
Íþróttafréttamaðurinn tilfinningaríki, Stephen A. Smith, talaði eflaust fyrir flesta stuðningsmenn Knicks er hann svekkti sig á þessum ömurlega degi. Þá nýbúinn að fella tár.
I just finished crying! pic.twitter.com/KiXjIwQINU
— Stephen A Smith (@stephenasmith) June 30, 2019