Ekkert félag í heimi betra en Juventus í að fá góða leikmenn fyrir lítið eða ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 15:30 Leikmenn Juve fagna sigri í ítölsku deildinn áttunda tímabilið í röð. Getty/Marco Canoniero Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira