Samþykkti ekki atriði HBO sem sýndi hann og Harry Styles í ástaratlotum Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 09:54 Harry Styles og Louis Tomlinson voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá ungum aðdáendum sem skrifuðu aðdáendaskáldskap um hljómsveitina. Vísir/Getty Nýr þáttur HBO sem ber heitið Euphoria hefur vakið athygli og umtal í Bandaríkjunum. Þættirnir fjalla um ungt fólk sem reyna að feta sig áfram í lífinu og þær áskoranir sem þau mæta í sínu daglega lífi. Ein sögupersónan er hin 17 ára gamla Kat, ung stúlka sem er að reyna að finna sig og á í vandræðum með kynhneigð sína. Í frítíma sínum skrifar hún svokallað „fanfiction“ eða aðdáendaskáldskap um hljómsveitina One Directon. Slíkar sögur voru, og eru enn, vinsælar hjá ungum aðdáendum hljómsveitarinnar. Einn vinsælasti söguþráðurinn á slíkum síðum snerist um leynilegt ástarsamband tveggja hljómsveitarmeðlima, þeirra Harry Styles og Louis Tomlinson. Þessir draumórar aðdáenda leiddu til þess að paranafnið Larry Stylinson náði miklu flugi. Í þriðja þætti þáttanna er fylgst með Kat skrifa slíka sögu og fer hún í nákvæmar lýsingar á ástaratlotum þeirra. Þá sjást teiknimyndafígúrur, teiknaðar eftir söngvurunum, leika þær eftir.Aðalleikkonur þáttanna. Barbie Ferreira, lengst til hægri, fer með hlutverk Kat í þáttunum.Vísir/Getty„Það var ekki haft samband við mig“ Eftir sýningu þáttarins var atriðið mikið rætt á samfélagsmiðlum og spurði einn aðdáandi Tomlinson hvort þeir hefðu samþykkt atriðið. „Ég ætla bara að sitja og vona að þeir hafi samþykkt þetta af einhverri ástæðu því þeir hljóta að hafa þuft [að samþykkja þáttinn] til þess að hann yrði sýndur,“ skrifar aðdáandinn og sagðist sannfærð um að það væri Tomlinson ekki að skapi.just going to sit and hope that they for some reason approved it because surely they had to to get it aired harry seems quite friendly with the people involved but u can just TELL louis’ not gonna like it — hannah (@backtoyoulouis) July 1, 2019 Tomlinson svaraði færslunni og sagði að framleiðendur höfðu ekki haft samband við hann og hann hafi þar af leiðandi aldrei samþykkt atriðið.I can categorically say that I was not contacted nor did I approve it. — Louis Tomlinson (@Louis_Tomlinson) July 1, 2019 Í viðtali við The Hollywood Reporter sagði leikkonan Barbie Ferreira, sem fer með hlutverk Kat í þáttunum, atriðið endurspegla raunveruleika margra unglinga á þessum aldri, sérstaklega þeirra sem voru ungir á sama tíma og One Direction var á hápunkti ferilsins. Hún hafi sjálf tengt við atriðið og því hafi verið mikilvægt að hafa það í þáttunum. „Þegar ég las handritið fyrst, þetta var það fyrsta sem stóð upp úr fyrir mig því ég get tengt við þetta sem 22 ára gömul kona sem upplifði þetta One Direction tímabil. Þetta er mikill veruleiki fyrir mjög marga, það eru svo mörg börn og unglingar sem eru aðdáendur og hafa þennan heim sem þeir flýja í,“ sagði Ferreira.Euphoria eru sýndir á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Sá þáttur sem um ræðir er á dagskrá næsta fimmtudag klukkan 22:05. Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýr þáttur HBO sem ber heitið Euphoria hefur vakið athygli og umtal í Bandaríkjunum. Þættirnir fjalla um ungt fólk sem reyna að feta sig áfram í lífinu og þær áskoranir sem þau mæta í sínu daglega lífi. Ein sögupersónan er hin 17 ára gamla Kat, ung stúlka sem er að reyna að finna sig og á í vandræðum með kynhneigð sína. Í frítíma sínum skrifar hún svokallað „fanfiction“ eða aðdáendaskáldskap um hljómsveitina One Directon. Slíkar sögur voru, og eru enn, vinsælar hjá ungum aðdáendum hljómsveitarinnar. Einn vinsælasti söguþráðurinn á slíkum síðum snerist um leynilegt ástarsamband tveggja hljómsveitarmeðlima, þeirra Harry Styles og Louis Tomlinson. Þessir draumórar aðdáenda leiddu til þess að paranafnið Larry Stylinson náði miklu flugi. Í þriðja þætti þáttanna er fylgst með Kat skrifa slíka sögu og fer hún í nákvæmar lýsingar á ástaratlotum þeirra. Þá sjást teiknimyndafígúrur, teiknaðar eftir söngvurunum, leika þær eftir.Aðalleikkonur þáttanna. Barbie Ferreira, lengst til hægri, fer með hlutverk Kat í þáttunum.Vísir/Getty„Það var ekki haft samband við mig“ Eftir sýningu þáttarins var atriðið mikið rætt á samfélagsmiðlum og spurði einn aðdáandi Tomlinson hvort þeir hefðu samþykkt atriðið. „Ég ætla bara að sitja og vona að þeir hafi samþykkt þetta af einhverri ástæðu því þeir hljóta að hafa þuft [að samþykkja þáttinn] til þess að hann yrði sýndur,“ skrifar aðdáandinn og sagðist sannfærð um að það væri Tomlinson ekki að skapi.just going to sit and hope that they for some reason approved it because surely they had to to get it aired harry seems quite friendly with the people involved but u can just TELL louis’ not gonna like it — hannah (@backtoyoulouis) July 1, 2019 Tomlinson svaraði færslunni og sagði að framleiðendur höfðu ekki haft samband við hann og hann hafi þar af leiðandi aldrei samþykkt atriðið.I can categorically say that I was not contacted nor did I approve it. — Louis Tomlinson (@Louis_Tomlinson) July 1, 2019 Í viðtali við The Hollywood Reporter sagði leikkonan Barbie Ferreira, sem fer með hlutverk Kat í þáttunum, atriðið endurspegla raunveruleika margra unglinga á þessum aldri, sérstaklega þeirra sem voru ungir á sama tíma og One Direction var á hápunkti ferilsins. Hún hafi sjálf tengt við atriðið og því hafi verið mikilvægt að hafa það í þáttunum. „Þegar ég las handritið fyrst, þetta var það fyrsta sem stóð upp úr fyrir mig því ég get tengt við þetta sem 22 ára gömul kona sem upplifði þetta One Direction tímabil. Þetta er mikill veruleiki fyrir mjög marga, það eru svo mörg börn og unglingar sem eru aðdáendur og hafa þennan heim sem þeir flýja í,“ sagði Ferreira.Euphoria eru sýndir á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Sá þáttur sem um ræðir er á dagskrá næsta fimmtudag klukkan 22:05.
Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein