Samþykkti ekki atriði HBO sem sýndi hann og Harry Styles í ástaratlotum Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 09:54 Harry Styles og Louis Tomlinson voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá ungum aðdáendum sem skrifuðu aðdáendaskáldskap um hljómsveitina. Vísir/Getty Nýr þáttur HBO sem ber heitið Euphoria hefur vakið athygli og umtal í Bandaríkjunum. Þættirnir fjalla um ungt fólk sem reyna að feta sig áfram í lífinu og þær áskoranir sem þau mæta í sínu daglega lífi. Ein sögupersónan er hin 17 ára gamla Kat, ung stúlka sem er að reyna að finna sig og á í vandræðum með kynhneigð sína. Í frítíma sínum skrifar hún svokallað „fanfiction“ eða aðdáendaskáldskap um hljómsveitina One Directon. Slíkar sögur voru, og eru enn, vinsælar hjá ungum aðdáendum hljómsveitarinnar. Einn vinsælasti söguþráðurinn á slíkum síðum snerist um leynilegt ástarsamband tveggja hljómsveitarmeðlima, þeirra Harry Styles og Louis Tomlinson. Þessir draumórar aðdáenda leiddu til þess að paranafnið Larry Stylinson náði miklu flugi. Í þriðja þætti þáttanna er fylgst með Kat skrifa slíka sögu og fer hún í nákvæmar lýsingar á ástaratlotum þeirra. Þá sjást teiknimyndafígúrur, teiknaðar eftir söngvurunum, leika þær eftir.Aðalleikkonur þáttanna. Barbie Ferreira, lengst til hægri, fer með hlutverk Kat í þáttunum.Vísir/Getty„Það var ekki haft samband við mig“ Eftir sýningu þáttarins var atriðið mikið rætt á samfélagsmiðlum og spurði einn aðdáandi Tomlinson hvort þeir hefðu samþykkt atriðið. „Ég ætla bara að sitja og vona að þeir hafi samþykkt þetta af einhverri ástæðu því þeir hljóta að hafa þuft [að samþykkja þáttinn] til þess að hann yrði sýndur,“ skrifar aðdáandinn og sagðist sannfærð um að það væri Tomlinson ekki að skapi.just going to sit and hope that they for some reason approved it because surely they had to to get it aired harry seems quite friendly with the people involved but u can just TELL louis’ not gonna like it — hannah (@backtoyoulouis) July 1, 2019 Tomlinson svaraði færslunni og sagði að framleiðendur höfðu ekki haft samband við hann og hann hafi þar af leiðandi aldrei samþykkt atriðið.I can categorically say that I was not contacted nor did I approve it. — Louis Tomlinson (@Louis_Tomlinson) July 1, 2019 Í viðtali við The Hollywood Reporter sagði leikkonan Barbie Ferreira, sem fer með hlutverk Kat í þáttunum, atriðið endurspegla raunveruleika margra unglinga á þessum aldri, sérstaklega þeirra sem voru ungir á sama tíma og One Direction var á hápunkti ferilsins. Hún hafi sjálf tengt við atriðið og því hafi verið mikilvægt að hafa það í þáttunum. „Þegar ég las handritið fyrst, þetta var það fyrsta sem stóð upp úr fyrir mig því ég get tengt við þetta sem 22 ára gömul kona sem upplifði þetta One Direction tímabil. Þetta er mikill veruleiki fyrir mjög marga, það eru svo mörg börn og unglingar sem eru aðdáendur og hafa þennan heim sem þeir flýja í,“ sagði Ferreira.Euphoria eru sýndir á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Sá þáttur sem um ræðir er á dagskrá næsta fimmtudag klukkan 22:05. Hollywood Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýr þáttur HBO sem ber heitið Euphoria hefur vakið athygli og umtal í Bandaríkjunum. Þættirnir fjalla um ungt fólk sem reyna að feta sig áfram í lífinu og þær áskoranir sem þau mæta í sínu daglega lífi. Ein sögupersónan er hin 17 ára gamla Kat, ung stúlka sem er að reyna að finna sig og á í vandræðum með kynhneigð sína. Í frítíma sínum skrifar hún svokallað „fanfiction“ eða aðdáendaskáldskap um hljómsveitina One Directon. Slíkar sögur voru, og eru enn, vinsælar hjá ungum aðdáendum hljómsveitarinnar. Einn vinsælasti söguþráðurinn á slíkum síðum snerist um leynilegt ástarsamband tveggja hljómsveitarmeðlima, þeirra Harry Styles og Louis Tomlinson. Þessir draumórar aðdáenda leiddu til þess að paranafnið Larry Stylinson náði miklu flugi. Í þriðja þætti þáttanna er fylgst með Kat skrifa slíka sögu og fer hún í nákvæmar lýsingar á ástaratlotum þeirra. Þá sjást teiknimyndafígúrur, teiknaðar eftir söngvurunum, leika þær eftir.Aðalleikkonur þáttanna. Barbie Ferreira, lengst til hægri, fer með hlutverk Kat í þáttunum.Vísir/Getty„Það var ekki haft samband við mig“ Eftir sýningu þáttarins var atriðið mikið rætt á samfélagsmiðlum og spurði einn aðdáandi Tomlinson hvort þeir hefðu samþykkt atriðið. „Ég ætla bara að sitja og vona að þeir hafi samþykkt þetta af einhverri ástæðu því þeir hljóta að hafa þuft [að samþykkja þáttinn] til þess að hann yrði sýndur,“ skrifar aðdáandinn og sagðist sannfærð um að það væri Tomlinson ekki að skapi.just going to sit and hope that they for some reason approved it because surely they had to to get it aired harry seems quite friendly with the people involved but u can just TELL louis’ not gonna like it — hannah (@backtoyoulouis) July 1, 2019 Tomlinson svaraði færslunni og sagði að framleiðendur höfðu ekki haft samband við hann og hann hafi þar af leiðandi aldrei samþykkt atriðið.I can categorically say that I was not contacted nor did I approve it. — Louis Tomlinson (@Louis_Tomlinson) July 1, 2019 Í viðtali við The Hollywood Reporter sagði leikkonan Barbie Ferreira, sem fer með hlutverk Kat í þáttunum, atriðið endurspegla raunveruleika margra unglinga á þessum aldri, sérstaklega þeirra sem voru ungir á sama tíma og One Direction var á hápunkti ferilsins. Hún hafi sjálf tengt við atriðið og því hafi verið mikilvægt að hafa það í þáttunum. „Þegar ég las handritið fyrst, þetta var það fyrsta sem stóð upp úr fyrir mig því ég get tengt við þetta sem 22 ára gömul kona sem upplifði þetta One Direction tímabil. Þetta er mikill veruleiki fyrir mjög marga, það eru svo mörg börn og unglingar sem eru aðdáendur og hafa þennan heim sem þeir flýja í,“ sagði Ferreira.Euphoria eru sýndir á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Sá þáttur sem um ræðir er á dagskrá næsta fimmtudag klukkan 22:05.
Hollywood Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira