Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 10:53 Alexandria Ocasio-Cortez var ein þeirra þingmanna sem heimsóttu landamærastöð í Clint í Texas í gær. AP/Briana Sanchez/El Paso Times Rannsókn stendur nú yfir á leynilegum Facebook-hópi þar sem bandarískir landamæraverðir deildu rasísku efni um förufólk og hvöttu til ofbeldis gegn þingkonu af rómönskum ættum. Sumir þeirra hentu gaman að dauða förufólks á landamærunum að Mexíkó. Um 9.500 manns voru í Facebook-hópnum, bæði núverandi og fyrrverandi landamæraverðir. Hann nefnist „Ég er 10-15“ [e. I‘m 10-15] en það er vísun í kóða landamæraeftirlitsins um innflytjendur í haldi. Forstjóri bandaríska landamæraeftirlitsins segir færslur sem þar birtust og vefsíðan ProPublica komst yfir séu algerlega óviðeigandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Starfsmenn sem hafi brotið gegn reglum stofnunarinnar verði dregnir til ábyrgðar. Í hópnum gerðu sumir landamæravarðanna lítið úr dauða sextán ára gamals innflytjanda frá Gvatemala sem lést í haldi í landamærastöð í Weslaco í Texas í maí. Sumir gerðu grín að dauða unglingsins. Þá fór félagar í hópnum ófögrum orðum um tvær þingkonur Demókrataflokksins sem heimsóttu landamærastöð í Clint í Texas í gær þar sem hundruð barna var haldið við illan aðbúnað. Þær Alexandria Ocasio-Cortez og Veronica Escobar eru báðar af rómansk-amerískum ættum. Þannig hvatti einn landamæravörður til þess að félagar hans hentu „burrito í þessar tíkur“ þegar þingkonurnar heimsæktu landamærastöðina. Annar, sem ProPublica segir virðist vera yfirmann innan landamæraeftirlitsins, skrifaði „Fari þessar hórur fjandans til“ við frétt um heimsókn þingkvennanna. Ocasio-Cortez varð fyrir sérstöku níði í Facebook-hópnum. Þar var meðal annars deilt myndum sem höfðu verið unnar af henni til að láta líta út fyrir að hún væri að veita innflytjanda munnmök í landamærastöð. Á annarri mynd var Donald Trump Bandaríkjaforseti látinn líta út fyrir að þvinga þingkonuna til að hafa við sig munnmök. „Það er rétt, tíkur. Fjöldinn hefur talað og í dag vann lýðræðið,“ skrifaði landamæravörðurinn sem birti myndina af Trump og Ocasio-Cortez.Veronica Escobar var önnur þingkvennanna sem landamæraverðir virðast hafa sérstaka andúð á. Andstæðingar förufólks gerðu hróp að þingmönnum þegar þeir ræddu við fréttamenn eftir heimsókn sína í gær.AP/Briana Sanchez/El Paso TimesSegir landamæraverði hafa sagt konum að drekka úr klósettinu Ocasio-Cortez og fleiri þingmenn hafa verið gagnrýnir á framferði bandarískra landamæravarða, ekki síst eftir fréttir bárust af því að börn í haldi þeirra hafi hvorki fengið sápu né tannbursta, nægilega mikið að borða og þau látin sofa á gólfinu, í sumum tilfellum vikum saman. Þá fundu bandarísk yfirvöld nýlega fjölda hatursfullra skilaboða sem landamæraverðir sendu sín á milli í síma eins þeirra sem var ákærður fyrir að keyra niður innflytjanda frá Gvatemala á pallbíl sínum í fyrra. Í skilaboðunum lýstu landamæraverðirnir förufólki meðal annars sem „villtum skíthælum“ og „óæðri manneskjum“. Þá varð þeim tíðrætt um að brenna förufólkið. Eftir heimsókn sína í landamærastöðina í Texas sagði Ocasio-Cortez að það væru ekki aðeins börn sem byggju við illan aðbúnað heldur förufólkið almennt. Hún hefði orðið vitni að því að verðir segðu konum í haldi að drekka úr klósettunum því ekkert annað rennandi vatn var í klefum þeirra. „Ég skil hvers vegna CBP-starfsmennirnir voru svona líkamlega og kynferðislega ógnandi við mig,“ tísti þingkonan eftir heimsóknina og eftir að ljóstrað var upp um Facebook-færslu landamæravarðanna.Just left the 1st CBP facility.I see why CBP officers were being so physically &sexually threatening towards me.Officers were keeping women in cells w/ no water & had told them to drink out of the toilets.This was them on their GOOD behavior in front of members of Congress.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) July 1, 2019 Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 28. júní 2019 00:00 Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Rannsókn stendur nú yfir á leynilegum Facebook-hópi þar sem bandarískir landamæraverðir deildu rasísku efni um förufólk og hvöttu til ofbeldis gegn þingkonu af rómönskum ættum. Sumir þeirra hentu gaman að dauða förufólks á landamærunum að Mexíkó. Um 9.500 manns voru í Facebook-hópnum, bæði núverandi og fyrrverandi landamæraverðir. Hann nefnist „Ég er 10-15“ [e. I‘m 10-15] en það er vísun í kóða landamæraeftirlitsins um innflytjendur í haldi. Forstjóri bandaríska landamæraeftirlitsins segir færslur sem þar birtust og vefsíðan ProPublica komst yfir séu algerlega óviðeigandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Starfsmenn sem hafi brotið gegn reglum stofnunarinnar verði dregnir til ábyrgðar. Í hópnum gerðu sumir landamæravarðanna lítið úr dauða sextán ára gamals innflytjanda frá Gvatemala sem lést í haldi í landamærastöð í Weslaco í Texas í maí. Sumir gerðu grín að dauða unglingsins. Þá fór félagar í hópnum ófögrum orðum um tvær þingkonur Demókrataflokksins sem heimsóttu landamærastöð í Clint í Texas í gær þar sem hundruð barna var haldið við illan aðbúnað. Þær Alexandria Ocasio-Cortez og Veronica Escobar eru báðar af rómansk-amerískum ættum. Þannig hvatti einn landamæravörður til þess að félagar hans hentu „burrito í þessar tíkur“ þegar þingkonurnar heimsæktu landamærastöðina. Annar, sem ProPublica segir virðist vera yfirmann innan landamæraeftirlitsins, skrifaði „Fari þessar hórur fjandans til“ við frétt um heimsókn þingkvennanna. Ocasio-Cortez varð fyrir sérstöku níði í Facebook-hópnum. Þar var meðal annars deilt myndum sem höfðu verið unnar af henni til að láta líta út fyrir að hún væri að veita innflytjanda munnmök í landamærastöð. Á annarri mynd var Donald Trump Bandaríkjaforseti látinn líta út fyrir að þvinga þingkonuna til að hafa við sig munnmök. „Það er rétt, tíkur. Fjöldinn hefur talað og í dag vann lýðræðið,“ skrifaði landamæravörðurinn sem birti myndina af Trump og Ocasio-Cortez.Veronica Escobar var önnur þingkvennanna sem landamæraverðir virðast hafa sérstaka andúð á. Andstæðingar förufólks gerðu hróp að þingmönnum þegar þeir ræddu við fréttamenn eftir heimsókn sína í gær.AP/Briana Sanchez/El Paso TimesSegir landamæraverði hafa sagt konum að drekka úr klósettinu Ocasio-Cortez og fleiri þingmenn hafa verið gagnrýnir á framferði bandarískra landamæravarða, ekki síst eftir fréttir bárust af því að börn í haldi þeirra hafi hvorki fengið sápu né tannbursta, nægilega mikið að borða og þau látin sofa á gólfinu, í sumum tilfellum vikum saman. Þá fundu bandarísk yfirvöld nýlega fjölda hatursfullra skilaboða sem landamæraverðir sendu sín á milli í síma eins þeirra sem var ákærður fyrir að keyra niður innflytjanda frá Gvatemala á pallbíl sínum í fyrra. Í skilaboðunum lýstu landamæraverðirnir förufólki meðal annars sem „villtum skíthælum“ og „óæðri manneskjum“. Þá varð þeim tíðrætt um að brenna förufólkið. Eftir heimsókn sína í landamærastöðina í Texas sagði Ocasio-Cortez að það væru ekki aðeins börn sem byggju við illan aðbúnað heldur förufólkið almennt. Hún hefði orðið vitni að því að verðir segðu konum í haldi að drekka úr klósettunum því ekkert annað rennandi vatn var í klefum þeirra. „Ég skil hvers vegna CBP-starfsmennirnir voru svona líkamlega og kynferðislega ógnandi við mig,“ tísti þingkonan eftir heimsóknina og eftir að ljóstrað var upp um Facebook-færslu landamæravarðanna.Just left the 1st CBP facility.I see why CBP officers were being so physically &sexually threatening towards me.Officers were keeping women in cells w/ no water & had told them to drink out of the toilets.This was them on their GOOD behavior in front of members of Congress.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) July 1, 2019
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 28. júní 2019 00:00 Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19
Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 28. júní 2019 00:00
Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50