Löggan á Suðurnesjum aldrei stoppað jafn ölvaðan mann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2019 11:13 Lögreglumenn höfðu aldrei séð aðra eins tölu. Vísir Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira