Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 23:00 Dómarinn hefur verið ávítaður af áfrýjunardómstól. Vísir/Getty Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Bandaríkin Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi.
Bandaríkin Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira