Ensku landsliðskonurnar vinsælli en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 09:00 Ellen White fagnar marki sínu á móti bandaríska landsliðinu með liðsfélögunum úr enska landsliðinu. Getty/Craig Merce Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira
Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira