Lokanir á geðdeild snúast ekki um peninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira