Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 18:45 Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39
Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15
Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent