Kannanir Óttar Guðmundsson skrifar 6. júlí 2019 10:00 Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og kommentakerfinu sem beiskt gamalmenni sem allt hefur á hornum sér. Það er miður hversu oft ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðun er rétt og þjóðinni hugleiknust. Ég er því þakklátur fyrir endurtekna gúrkutíð á fjölmiðlum sem verður til þess að menn neyðast til að búa til fréttir til að fjalla um. Oftast verður fyrir valinu að efna til tilgangslausrar skoðanakönnunar þar sem hringt er í nokkur hundruð manns og þeir spurðir um ýmis þjóðþrifamál. Viltu hafa neyðarflugbraut í Vatnsmýrinni eða viltu heldur deyja í sjúkrabíl í umferðarteppu við Landspítalann? Viltu láta flytja hrátt kjöt til landsins, uppfullt af dularfullum bakteríum og fúkkalyfjum? Viltu fá til landsins stórhættulega og skuggalega flóttamenn sem taka vinnu og húsnæði frá innfæddum? Borðarðu gómsætan og þjóðlegan þorramat? Hefurðu nokkrar áhyggjur af hamfarahlýnun jarðar? Viltu afsala öllum orkugjöfum landsins til vondra útlendinga og samþykkja orkupakkann? Sláandi niðurstöðum þessara símakannana er venjulega slegið upp á forsíðu og stundum er fjallað um málið í leiðara. Verst er hversu hlutfall svarenda er lítið og spurningarnar leiðandi en hvað gerir það til? Allir græða! Fjölmiðillinn birtir innihaldslausar ekki-fréttir í nokkra daga. Almannatenglar fá peninga fyrir að hringja í fólkið. Síðast en ekki síst eru þessar skoðanakannanir leiðbeinandi fyrir mig og forða mér frá því að þurfa að setja mig inn í málin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun
Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og kommentakerfinu sem beiskt gamalmenni sem allt hefur á hornum sér. Það er miður hversu oft ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðun er rétt og þjóðinni hugleiknust. Ég er því þakklátur fyrir endurtekna gúrkutíð á fjölmiðlum sem verður til þess að menn neyðast til að búa til fréttir til að fjalla um. Oftast verður fyrir valinu að efna til tilgangslausrar skoðanakönnunar þar sem hringt er í nokkur hundruð manns og þeir spurðir um ýmis þjóðþrifamál. Viltu hafa neyðarflugbraut í Vatnsmýrinni eða viltu heldur deyja í sjúkrabíl í umferðarteppu við Landspítalann? Viltu láta flytja hrátt kjöt til landsins, uppfullt af dularfullum bakteríum og fúkkalyfjum? Viltu fá til landsins stórhættulega og skuggalega flóttamenn sem taka vinnu og húsnæði frá innfæddum? Borðarðu gómsætan og þjóðlegan þorramat? Hefurðu nokkrar áhyggjur af hamfarahlýnun jarðar? Viltu afsala öllum orkugjöfum landsins til vondra útlendinga og samþykkja orkupakkann? Sláandi niðurstöðum þessara símakannana er venjulega slegið upp á forsíðu og stundum er fjallað um málið í leiðara. Verst er hversu hlutfall svarenda er lítið og spurningarnar leiðandi en hvað gerir það til? Allir græða! Fjölmiðillinn birtir innihaldslausar ekki-fréttir í nokkra daga. Almannatenglar fá peninga fyrir að hringja í fólkið. Síðast en ekki síst eru þessar skoðanakannanir leiðbeinandi fyrir mig og forða mér frá því að þurfa að setja mig inn í málin.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun