Ríkisstjórn Botsvana áfrýjar úrskurði Hæstaréttar um samkynhneigð Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 10:33 Forseti Botsvana hefur talað fyrir réttindum samkynhneigðra en dómsmálaráðherra hans vill snúa dæminu við. Getty/Bloomberg Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka. Botsvana Hinsegin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka.
Botsvana Hinsegin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira