Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 23:30 Trump og Darroch eru ekki par sáttir við hvor annan. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. Þetta kemur fram í minnisblöðum sendiherrans sem lekið var til breska dagblaðsins Mail on Sunday. Minnisblöðin eru frá árinu 2017 til dagsins í dag og þar segir sendiherrann Trump meðal annars „geisla af óöryggi“ og ráðleggur ráðamönnum í London að eiga við hann á skilvirkan hátt. Það þurfi að einfalda hlutina og jafnvel segja þá í fullri hreinskilni. Þá sagðist sendiherrann ekki vera bjartsýnn á framhaldið. Í einu minnisblaðinu segir Darroch að fáir hafi trú á því að hlutirnir muni breytast til hins betra. „Við höfum eiginlega ekki trú á því að þessi stjórn verði eitthvað eðlilegri; minna óstarfhæf; minna ófyrirsjáanleg; minni flokkaátök; minna klunnaleg og klaufsk,“ skrifaði hann.Jeremy Hunt segir skoðanir Darroch ekki vera samhljóma skoðunum hans.Vísir/GettyTrump nýtur stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar Blaðamenn spurðu Trump út í ummælin í dag og bar hann sendiherranum ekki vel söguna. Hann sagði Darroch ekki hafa þjónað Bretlandi vel sem sendiherra en Darroch hefur gegnt stöðu sendiherra síðan í janúar árið 2016. „Sendiherrann hefur ekki þjónað Bretlandi vel, ég get sagt þér það. Við erum ekki miklir aðdáendur þessa manns. Ég gæti sagt hluti um hann, en ég nenni því ekki,“ sagði Trump. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ummælin í minnisblöðunum vera persónulegar skoðanir Darroch en ekki skoðun bresku ríkisstjórnarinnar né hans. Þau séu afar sátt við samskipti ríkisstjórnarinnar og Trump. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur fullyrt að lekinn verði rannsakaður en á sama tíma væri mikilvægt að sendiherrar gætu útvegað ráðherrum hreinskilið mat á stjórnmálum þess lands sem þeir störfuðu í.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira