Langaði í nýja og stærri áskorun Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre á nýloknu tímabili. Getty/Anthony Dibon Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira