Yfirmaður í sjóher Venesúela lést í varðhaldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2019 23:20 Varnarmálaráðuneytið staðfestir að Acosta sé látinn. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Getty/Bloomberg Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga. Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga.
Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22
Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45