TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 18:21 Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi eigandi Primea Air á Íslandi. Fréttablaðið/GVA Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en TravelCo var stofnað í kjölfar falls Primera Air og rekur ferðaskrifstofur á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri og eigandi Primera Air var stærsti hluthafinn í Travelco þegar félagið keypti allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group eftir að Primera Air sótti um greiðslustöðvun í október á síðasta ári. Í tilkynningu Arion banka segir að aðeins sé um breytingu á eignarhaldi að ræða en dagleg starfsemi og þjónusta ferðaskrifstofanna haldist óbreytt. Markmið Arion banka sé að tryggja áframhaldandi starfsemi ferðaskrifstofanna og hagsmuni bankans. Starfsemi TravelCo á Íslandi hefur farið fram undir merkjum ferðaskrifstofanna Heimsferða og Terra Nova og gengur starfsemi þeirra vel, að því er segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er haft eftir Andra Má að það séu vissulega tímamót að nýir aðilar taki við fyrirtækinu. „Mér er efst í huga þakklæti til alls þess frábæra starfsfólks sem ég hef starfað með og hefur tekið þátt í uppbyggingu félagsins á undanförnum árum. TravelCo er eitt öflugasta fyrirtæki Norðurlanda á sviði ferðaþjónustu og ég óska félaginu og starfsfólki þess alls hins besta í framtíðinni sem ég veit að verður björt.“ Íslenskir bankar Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Kunni að hafa bakað Primera Air tjón Rannsókn skiptastjóra sýnt að forsvarsmenn félagsins hafi mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. Til skoðunar hvernig staðið var að reikningsskilum. Hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna. 20. febrúar 2019 07:30 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en TravelCo var stofnað í kjölfar falls Primera Air og rekur ferðaskrifstofur á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri og eigandi Primera Air var stærsti hluthafinn í Travelco þegar félagið keypti allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group eftir að Primera Air sótti um greiðslustöðvun í október á síðasta ári. Í tilkynningu Arion banka segir að aðeins sé um breytingu á eignarhaldi að ræða en dagleg starfsemi og þjónusta ferðaskrifstofanna haldist óbreytt. Markmið Arion banka sé að tryggja áframhaldandi starfsemi ferðaskrifstofanna og hagsmuni bankans. Starfsemi TravelCo á Íslandi hefur farið fram undir merkjum ferðaskrifstofanna Heimsferða og Terra Nova og gengur starfsemi þeirra vel, að því er segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er haft eftir Andra Má að það séu vissulega tímamót að nýir aðilar taki við fyrirtækinu. „Mér er efst í huga þakklæti til alls þess frábæra starfsfólks sem ég hef starfað með og hefur tekið þátt í uppbyggingu félagsins á undanförnum árum. TravelCo er eitt öflugasta fyrirtæki Norðurlanda á sviði ferðaþjónustu og ég óska félaginu og starfsfólki þess alls hins besta í framtíðinni sem ég veit að verður björt.“
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Kunni að hafa bakað Primera Air tjón Rannsókn skiptastjóra sýnt að forsvarsmenn félagsins hafi mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. Til skoðunar hvernig staðið var að reikningsskilum. Hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna. 20. febrúar 2019 07:30 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18
Kunni að hafa bakað Primera Air tjón Rannsókn skiptastjóra sýnt að forsvarsmenn félagsins hafi mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. Til skoðunar hvernig staðið var að reikningsskilum. Hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna. 20. febrúar 2019 07:30
Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15