„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 15:20 Páll Winkel segir að vinna þurfi í að bregðast við nýjum lögum um kynrænt sjálfræði innan íslenskra fangelsa. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“ Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
„Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“
Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14