Nýja apótekið var formlega opnað í gær en það stendur við þjóðveg númer eitt, Austurveg þegar ekið er í gegnum Selfossi. Eigendur eru þau Lyfjafræðingarnir Eysteinn Arason og Harpa Viðarsdóttir, ásamt Guðmundu Þorsteinsdóttur, lyfjatækni. Það kom mörgum heimamönnum á óvart þegar fréttist af því að það ætti að opna þriðja apótekið á staðnum. Hvað segir Harpa um það?
„Það er svo mikið um að vera á Selfossi, mikið líf og mikið byggt, þannig að við sáum tækifæri og langaði til að stofna nýtt apótek og fá að fljúga á eigin vængjum með það“, segir Harpa.
Hverskonar apótek verður þetta?
„Þetta verður hefðbundið apótek, vonandi verður bara hlýlegt og notalegt að koma til okkar og við reynum að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum“.
En óttast Harpa risana, sem nýja apótekið er að fara að keppa við Lyfju og Apótekarann og mun starfsemi nýja apóteksins ganga upp?
„Við höfum trú á því já. Nei, við hræðumst ekki risana, ég hef nú unnið hjá þeim báðum og það er ekkert til að vera smeykur við, það er bara mjög gott fólk þar líka“.

„Já, við ætlum að reyna það, það verður misjafnt eftir lyfjum en við leggjum okkur bara fram að gera okkar besta í því“, segir Harpa.