Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 09:41 Cary Fukunaga, leikstjóri Bond 25 og stjarna hennar, Daniel Craig. Vísir/Getty Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar. Hann segir að hver einasta mínúta sé skipulögð við tökurnar og undanfarna mánuði hafi hann ekki náð neinum árangri í tölvuleiknum sem hann er sakaður um að hafa spilað.Breska götublaðið The Sun greindi frá því fyrr í vikunni að allt væri í hers höndum við tökur á nýjustu Bond-myndinni, sem enn sem komi er gengur undir nafninu Bond 25. Ástæðan var sögð vera sú að Fukunaga hafi mætt þremur tímum of seint í skipulagða töku, vegna þess að hann var að spila tölvuleik, nánar tiltekið Red Dead Redemption 2 Varð þetta til þess að tökulið þurfti að bíða eftir honum. Samkvæmt The Sun tók steininn úr þegar Fukunaga krafðist þess að tökuliðið myndi vinna næstu helgi til þessa að vinna upp vinnutapið. Tökur á myndinni hafa þegar tafist töluvert, ekki síst vegna þess að Danny Boyle, sem átti að leikstýra, hætti við auk þess sem að Daniel Craig, stjarna myndarinnar, slasaðist á ökkla við tökur á myndinni. Fukunaga svarar fyrir fréttaflutninginn um meinta tölvuleikjaspiluns á Instagram. Þar segir hann að hver einasta mínúta við tökur á kvikmyndum sé skipulögð og að hann hafi aldrei sýnt leikurum eða öðrum sem koma að myndinni vanvirðingu. „Ef framgangur minn í RDR2 er einhver mælikvarði á samband mitt við Playstation 4 þá hef ég verið fastur á 63 prósent svo mánuðum skiptir,“ skrifar Fukunaga á Instagram. James Bond Tengdar fréttir Danny Boyle stígur til hliðar sem leikstjóri næstu Bond-myndar Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle mun ekki leikstýra næstu James Bond mynd, Bond 25, eins og áætlað var. 21. ágúst 2018 18:14 Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24 Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21 Nýr leikstjóri tekur við næstu Bond myndinni Leikstjórinn Cary Joji Fukunaga hefur tekið við næstu Bond myndinni eftir að Danny Boyle hætti í síðasta mánuði. 20. september 2018 11:24 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar. Hann segir að hver einasta mínúta sé skipulögð við tökurnar og undanfarna mánuði hafi hann ekki náð neinum árangri í tölvuleiknum sem hann er sakaður um að hafa spilað.Breska götublaðið The Sun greindi frá því fyrr í vikunni að allt væri í hers höndum við tökur á nýjustu Bond-myndinni, sem enn sem komi er gengur undir nafninu Bond 25. Ástæðan var sögð vera sú að Fukunaga hafi mætt þremur tímum of seint í skipulagða töku, vegna þess að hann var að spila tölvuleik, nánar tiltekið Red Dead Redemption 2 Varð þetta til þess að tökulið þurfti að bíða eftir honum. Samkvæmt The Sun tók steininn úr þegar Fukunaga krafðist þess að tökuliðið myndi vinna næstu helgi til þessa að vinna upp vinnutapið. Tökur á myndinni hafa þegar tafist töluvert, ekki síst vegna þess að Danny Boyle, sem átti að leikstýra, hætti við auk þess sem að Daniel Craig, stjarna myndarinnar, slasaðist á ökkla við tökur á myndinni. Fukunaga svarar fyrir fréttaflutninginn um meinta tölvuleikjaspiluns á Instagram. Þar segir hann að hver einasta mínúta við tökur á kvikmyndum sé skipulögð og að hann hafi aldrei sýnt leikurum eða öðrum sem koma að myndinni vanvirðingu. „Ef framgangur minn í RDR2 er einhver mælikvarði á samband mitt við Playstation 4 þá hef ég verið fastur á 63 prósent svo mánuðum skiptir,“ skrifar Fukunaga á Instagram.
James Bond Tengdar fréttir Danny Boyle stígur til hliðar sem leikstjóri næstu Bond-myndar Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle mun ekki leikstýra næstu James Bond mynd, Bond 25, eins og áætlað var. 21. ágúst 2018 18:14 Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24 Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21 Nýr leikstjóri tekur við næstu Bond myndinni Leikstjórinn Cary Joji Fukunaga hefur tekið við næstu Bond myndinni eftir að Danny Boyle hætti í síðasta mánuði. 20. september 2018 11:24 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Danny Boyle stígur til hliðar sem leikstjóri næstu Bond-myndar Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle mun ekki leikstýra næstu James Bond mynd, Bond 25, eins og áætlað var. 21. ágúst 2018 18:14
Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24
Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21
Nýr leikstjóri tekur við næstu Bond myndinni Leikstjórinn Cary Joji Fukunaga hefur tekið við næstu Bond myndinni eftir að Danny Boyle hætti í síðasta mánuði. 20. september 2018 11:24