Útilokað að Norðmenn reisi bragga Ari Brynjólfsson skrifar 22. júní 2019 11:00 Bjarki Þór kláraði lögfræði við Háskóla Íslands áður en hann flutti til Noregs fyrir fjórum árum. Hann hefur aðlagðast vel lífinu í Noregi og starfar nú á innkaupaskrifstofu Kristiansand kommune á suðurströnd Noregs. Hann stefnir ekki á flutning heim til Íslands í lengd eða bráð. Mynd/Fréttablaðið Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum.Það er útilokað að mál eins og Braggamálið á Nauthólsvegi 100 geti komið upp í sveitarfélagi í Noregi, segir Bjarki Þór Steinarsson, lögfræðingur á innkaupaskrifstofu Kristiansand kommune í Noregi. Þar þarf að fylgja stífum reglum sem koma í veg fyrir spillingu og tryggja að fé skattgreiðenda sé notað á sem skynsamastan hátt.„Ef borgin fær ráðgefandi álit, þá þarf ekki að vera að það séu svokölluð verkkaup. Það þarf að fara fram heildstætt mat á því við hvaða fjárhæð er miðað. Það getur verið að einhver verkkaup, sem hafa ekki farið í útboð, hefðu átt að miðast við þjónustusamning,“ segir Bjarki.Það myndi þýða að miða skyldi við 15,5 milljónir króna í stað 30 milljóna samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar. „Ef það er samið við einn verktaka og það kemur eitthvað upp á þá er það verktakinn sem er ábyrgur á eigin kostnað fyrir að fá inn nýtt álit,“ segir Bjarki en það fer þó eftir hvernig samningurinn er gerður.Bragginn í Nauthólsvík olli miklu umtali á sínum tíma.Vísir/VilhelmSkrítin viðbrögð verktaka Bjarki Þór starfar ásamt sjö öðrum á miðlægri innkaupaskrifstofu fyrir Kristiansand og nágrenni, hann hefur ekki starfað við innkaup hér á landi. Íbúafjöldinn á svæðinu sem skrifstofan sinnir er 110 þúsund. Alls kaupir skrifstofan inn vörur fyrir 2,3 milljarða norskra króna á ári. „Eftir að ég byrjaði að vinna við innkaup hér úti og fylgjast með fjölmiðlum heima á Íslandi þá fær maður oft á tilfinninguna að það sé ekki allt með felldu.“ Í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100, sem opinberuð var rétt fyrir síðustu jól, segir að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og ekki hafi verið unnið í samræmi við lög eða innkaupareglur. Var meðal annars samið við verkefnastjóra og arkitekta með munnlegum samningi. Alls fór sú framkvæmd hundruð milljóna fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun án þess að vera kláruð. Nýjar innkaupareglur voru samþykktar í borgarstjórn í maí. Ein megináherslan er að ef la eftirlit með innkaupum hjá Reykjavíkurborg. Voru þá einnig viðmiðunarfjárhæðir til útboða á þjónustu hækkaðar um eina milljón og verkkaupum um tvær. Fram kemur í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál, sem kom út í mars síðastliðnum, að umfang beinna innkaupa hjá umhverfis- og skipulagssviði og eignasjóði án innkaupaferlis hafi numið 2,4 milljörðum króna árið 2017. Samanlögð fjárhæð beinna kaupa námu í einhverjum tilfellum fjárhæðarviðmiðum um útboðsskyldu. Í Noregi er mikil hræðsla við að mynda skaðabótaskyldu þegar reglum er ekki fylgt til hins ítrasta og segir Bjarki skrítið að íslenskir verktakar bregðist ekki eins við. „Ef það fer eitthvað smávægilegt úrskeiðis hjá okkur þá eru verktakar alltaf tilbúnir að fara í mál,“ segir Bjarki. Verktakinn þarf þá að sýna fram á að hann hafi átt raunhæfan möguleika á að fá samninginn til að eiga rétt á kostnaðinum við að undirbúa tilboð. „Ef hann sýnir fram á að hann hefði fengið verkið getur hann fengið samninginn borgaðan út.“ Nefnir hann sem dæmi að ef verkfræðistofa í Noregi fær verk hjá sveitarfélagi án útboðs og kostnaðurinn fer yfir viðmið útboðsskyldu þá séu verktakar tilbúnir að fara í mál. „Ef útboðsskyldan er virt að vettugi, þá getur annar mögulegur verktaki sent inn kæru til kærunefndar útboðsmála. Nefndin úrskurðar þá hvort um brot á reglunum sé að ræða og ef svo er þá fær sveitarfélagið stjórnvaldssekt. Til dæmis ef Braggamálið hefði komið upp hér, framkvæmd upp á 400 milljónir með engum útboðum, þá myndi sveitarfélagið fá 60 milljón króna sekt.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórSama er uppi á teningnum í íslenskum lögum, þar þarf fyrirtæki aðeins að sanna að það hafi átt raunhæfa möguleika á að vera valið ef sveitarfélagið hefði farið í útboð. „Þetta var vaxandi vandi hér í Noregi að sveitarfélög voru að kaupa ólöglega. Verktakarnir komust að þessu, þá var farið að gera þetta fagmannlegra. Ef það eru minni sveitarfélög þá eru þau iðulega fimm eða fleiri saman í innkaupasamstarfi til að passa upp á að þetta sé gert af fagmennsku og fá betri samninga.“Getur ekki alltaf hringt í vin Bjarki Þór ítrekar að hann hafi enga reynslu af því að starfa við innkaup hér á landi en í Noregi séu gerðar mjög strangar kröfur. „Það er ekkert grín að gera þetta rétt. Þeir sem senda inn tilboð eyða oft miklum tíma og fjármunum í að gera tilboð, ef þeir verða pirraðir þá þarftu að vera með allt á hreinu.“Í Noregi er kærunefnd útboðsmála mjög virk og það er lágur þröskuldur til að hægt sé að vísa málum þangað. „Hún er búin að vera í gangi í fimmtán ár, það er alltaf minna og minna að gera hjá þeim því þeir nota alltaf bara fordæmi úr fyrri málum og vísa til þess,“ segir Bjarki Þór.Markmið útboða er einfalt. „Það er að koma í veg fyrir spillingu og til þess að nota peninga samfélagsins á sem skynsamlegastan hátt. Þú færð betri kjör og meira fyrir peningana með því að kaupa inn gegnum útboð og leyfa öllum að bjóða,“ segir Bjarki.Viðmiðunarf járhæðirnar eru öðruvísi hjá Kristiansand kommune, reglurnar verða alltaf strangari og strangari þegar viðmiðunarfjárhæðin hækkar. Miðað er við EESreglur um innkaup þegar kaup á þjónustu og vörum fara yfir 2 milljónir norskra króna, eða sem nemur 28 milljónum íslenskra króna.Hjá sveitarfélögum hér á landi eru útboð gjarnan sett undir sama hatt og verðfyrirspurnir, á þessu er þó stór munur. Á meðan útboð snýst um auglýsingu á verki þar sem allir sitja við sama borð þá er verðfyrirspurn óformleg fyrirspurn til valdra aðila um hvaða verð þeir bjóða.Í dæmi Mathallar á Hlemmi voru gerðar fjórar verðfyrirspurnir og var samningsverðið hærra en upphaflegt kostnaðarmat. Öll kaup á milli 1,3 milljóna, eða 18,5 milljóna íslenskra króna, og 2 milljóna norskra króna lúta norskum reglum um innkaup.„Öll kaup fyrir lægri upphæð lúta ekki neinum reglugerðum en það þarf að fylgja meginreglunum í lögunum. Segjum sem svo að ég kaupi verkfræðiálit fyrir 1,2 milljónir norskra, þá get ég ekki hringt í vin minn og fengið hann til að gera það, ég þarf alltaf að vera með lítið takmarkað útboð og tala við þrjá til fimm aðila. Hér er ekki hægt að hringja í vin. Þessar reglur eru alltaf á hreinu. Við keyrum svo öll útboð í gegnum forrit til þess að auka gagnsæi og til að það sé alltaf hægt að skoða eftir á allt sem við gerum.“Ráðhús Reykjavíkur.Fréttablaðið/StefánEinu skiptin sem ekki þarf að fara í útboð í Noregi er þegar upphæðin er undir 100 þúsund norskum krónum, eða 1,4 milljónum íslenskra króna. „Þá má gera hvað sem er. Útboðsferlið tekur þrjár til fjórar vikur og það verður að vera svigrúm til að kaupa vörur eða þjónustu fyrir lága upphæð.“„Ertu frá þér?“ Í tilviki Braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 hafði aðili á vegum Reykjavíkurborgar samband við verktaka án þess að fara í útboð. Viðkomandi verktaki sendi svo inn reikninga sem voru greiddir út án athugasemda.„Ertu frá þér?“ segir Bjarki þegar hann er spurður hvort slíkt gæti komið upp í Kristiansand.„Við erum með rammasamninga við alla, smiði, pípara, rafvirkja, þegar kemur að verkefnum. Eins og þetta virkar hjá okkur þá erum við með miðlæga skrifstofu sem tryggir að öll innkaup séu gerð með réttum hætti,“ segir Bjarki. Nefnir hann sem dæmi að í dag er hann að vinna í að kaupa inn ljós fyrir íþróttahús. „Þá er ég að vinna með manni frá eignasviði sem veit hvernig ljós þarf að kaupa, en ég kann reglurnar.“Mikið var rætt um kostnaðarmat verkefna, þá sérstaklega í tengslum við Braggann sem fór mörg hundruð milljónir fram úr upphaf legri kostnaðaráætlun og fram úr fjárheimildum. Bjarki segir að í Noregi sé gerð krafa um raunhæft og ábyrgt mat á kostnaðinum við útboð. „Ef þú ferð langt fram úr kostnaðinum og notar ranga viðmiðunarfjárhæð þá getur kaupandinn orðið skaðabótaskyldur og átt á hættu að fá stjórnvaldssekt.“Það er hins vegar gert ráð fyrir svigrúmi. „Það þarf þá að vera eitthvað sérstakt, gjarnan nýjar upplýsingar eða þannig lagað sem eru orsökin fyrir því að farið er fram úr áætlun.“ Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum.Það er útilokað að mál eins og Braggamálið á Nauthólsvegi 100 geti komið upp í sveitarfélagi í Noregi, segir Bjarki Þór Steinarsson, lögfræðingur á innkaupaskrifstofu Kristiansand kommune í Noregi. Þar þarf að fylgja stífum reglum sem koma í veg fyrir spillingu og tryggja að fé skattgreiðenda sé notað á sem skynsamastan hátt.„Ef borgin fær ráðgefandi álit, þá þarf ekki að vera að það séu svokölluð verkkaup. Það þarf að fara fram heildstætt mat á því við hvaða fjárhæð er miðað. Það getur verið að einhver verkkaup, sem hafa ekki farið í útboð, hefðu átt að miðast við þjónustusamning,“ segir Bjarki.Það myndi þýða að miða skyldi við 15,5 milljónir króna í stað 30 milljóna samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar. „Ef það er samið við einn verktaka og það kemur eitthvað upp á þá er það verktakinn sem er ábyrgur á eigin kostnað fyrir að fá inn nýtt álit,“ segir Bjarki en það fer þó eftir hvernig samningurinn er gerður.Bragginn í Nauthólsvík olli miklu umtali á sínum tíma.Vísir/VilhelmSkrítin viðbrögð verktaka Bjarki Þór starfar ásamt sjö öðrum á miðlægri innkaupaskrifstofu fyrir Kristiansand og nágrenni, hann hefur ekki starfað við innkaup hér á landi. Íbúafjöldinn á svæðinu sem skrifstofan sinnir er 110 þúsund. Alls kaupir skrifstofan inn vörur fyrir 2,3 milljarða norskra króna á ári. „Eftir að ég byrjaði að vinna við innkaup hér úti og fylgjast með fjölmiðlum heima á Íslandi þá fær maður oft á tilfinninguna að það sé ekki allt með felldu.“ Í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100, sem opinberuð var rétt fyrir síðustu jól, segir að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og ekki hafi verið unnið í samræmi við lög eða innkaupareglur. Var meðal annars samið við verkefnastjóra og arkitekta með munnlegum samningi. Alls fór sú framkvæmd hundruð milljóna fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun án þess að vera kláruð. Nýjar innkaupareglur voru samþykktar í borgarstjórn í maí. Ein megináherslan er að ef la eftirlit með innkaupum hjá Reykjavíkurborg. Voru þá einnig viðmiðunarfjárhæðir til útboða á þjónustu hækkaðar um eina milljón og verkkaupum um tvær. Fram kemur í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál, sem kom út í mars síðastliðnum, að umfang beinna innkaupa hjá umhverfis- og skipulagssviði og eignasjóði án innkaupaferlis hafi numið 2,4 milljörðum króna árið 2017. Samanlögð fjárhæð beinna kaupa námu í einhverjum tilfellum fjárhæðarviðmiðum um útboðsskyldu. Í Noregi er mikil hræðsla við að mynda skaðabótaskyldu þegar reglum er ekki fylgt til hins ítrasta og segir Bjarki skrítið að íslenskir verktakar bregðist ekki eins við. „Ef það fer eitthvað smávægilegt úrskeiðis hjá okkur þá eru verktakar alltaf tilbúnir að fara í mál,“ segir Bjarki. Verktakinn þarf þá að sýna fram á að hann hafi átt raunhæfan möguleika á að fá samninginn til að eiga rétt á kostnaðinum við að undirbúa tilboð. „Ef hann sýnir fram á að hann hefði fengið verkið getur hann fengið samninginn borgaðan út.“ Nefnir hann sem dæmi að ef verkfræðistofa í Noregi fær verk hjá sveitarfélagi án útboðs og kostnaðurinn fer yfir viðmið útboðsskyldu þá séu verktakar tilbúnir að fara í mál. „Ef útboðsskyldan er virt að vettugi, þá getur annar mögulegur verktaki sent inn kæru til kærunefndar útboðsmála. Nefndin úrskurðar þá hvort um brot á reglunum sé að ræða og ef svo er þá fær sveitarfélagið stjórnvaldssekt. Til dæmis ef Braggamálið hefði komið upp hér, framkvæmd upp á 400 milljónir með engum útboðum, þá myndi sveitarfélagið fá 60 milljón króna sekt.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórSama er uppi á teningnum í íslenskum lögum, þar þarf fyrirtæki aðeins að sanna að það hafi átt raunhæfa möguleika á að vera valið ef sveitarfélagið hefði farið í útboð. „Þetta var vaxandi vandi hér í Noregi að sveitarfélög voru að kaupa ólöglega. Verktakarnir komust að þessu, þá var farið að gera þetta fagmannlegra. Ef það eru minni sveitarfélög þá eru þau iðulega fimm eða fleiri saman í innkaupasamstarfi til að passa upp á að þetta sé gert af fagmennsku og fá betri samninga.“Getur ekki alltaf hringt í vin Bjarki Þór ítrekar að hann hafi enga reynslu af því að starfa við innkaup hér á landi en í Noregi séu gerðar mjög strangar kröfur. „Það er ekkert grín að gera þetta rétt. Þeir sem senda inn tilboð eyða oft miklum tíma og fjármunum í að gera tilboð, ef þeir verða pirraðir þá þarftu að vera með allt á hreinu.“Í Noregi er kærunefnd útboðsmála mjög virk og það er lágur þröskuldur til að hægt sé að vísa málum þangað. „Hún er búin að vera í gangi í fimmtán ár, það er alltaf minna og minna að gera hjá þeim því þeir nota alltaf bara fordæmi úr fyrri málum og vísa til þess,“ segir Bjarki Þór.Markmið útboða er einfalt. „Það er að koma í veg fyrir spillingu og til þess að nota peninga samfélagsins á sem skynsamlegastan hátt. Þú færð betri kjör og meira fyrir peningana með því að kaupa inn gegnum útboð og leyfa öllum að bjóða,“ segir Bjarki.Viðmiðunarf járhæðirnar eru öðruvísi hjá Kristiansand kommune, reglurnar verða alltaf strangari og strangari þegar viðmiðunarfjárhæðin hækkar. Miðað er við EESreglur um innkaup þegar kaup á þjónustu og vörum fara yfir 2 milljónir norskra króna, eða sem nemur 28 milljónum íslenskra króna.Hjá sveitarfélögum hér á landi eru útboð gjarnan sett undir sama hatt og verðfyrirspurnir, á þessu er þó stór munur. Á meðan útboð snýst um auglýsingu á verki þar sem allir sitja við sama borð þá er verðfyrirspurn óformleg fyrirspurn til valdra aðila um hvaða verð þeir bjóða.Í dæmi Mathallar á Hlemmi voru gerðar fjórar verðfyrirspurnir og var samningsverðið hærra en upphaflegt kostnaðarmat. Öll kaup á milli 1,3 milljóna, eða 18,5 milljóna íslenskra króna, og 2 milljóna norskra króna lúta norskum reglum um innkaup.„Öll kaup fyrir lægri upphæð lúta ekki neinum reglugerðum en það þarf að fylgja meginreglunum í lögunum. Segjum sem svo að ég kaupi verkfræðiálit fyrir 1,2 milljónir norskra, þá get ég ekki hringt í vin minn og fengið hann til að gera það, ég þarf alltaf að vera með lítið takmarkað útboð og tala við þrjá til fimm aðila. Hér er ekki hægt að hringja í vin. Þessar reglur eru alltaf á hreinu. Við keyrum svo öll útboð í gegnum forrit til þess að auka gagnsæi og til að það sé alltaf hægt að skoða eftir á allt sem við gerum.“Ráðhús Reykjavíkur.Fréttablaðið/StefánEinu skiptin sem ekki þarf að fara í útboð í Noregi er þegar upphæðin er undir 100 þúsund norskum krónum, eða 1,4 milljónum íslenskra króna. „Þá má gera hvað sem er. Útboðsferlið tekur þrjár til fjórar vikur og það verður að vera svigrúm til að kaupa vörur eða þjónustu fyrir lága upphæð.“„Ertu frá þér?“ Í tilviki Braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 hafði aðili á vegum Reykjavíkurborgar samband við verktaka án þess að fara í útboð. Viðkomandi verktaki sendi svo inn reikninga sem voru greiddir út án athugasemda.„Ertu frá þér?“ segir Bjarki þegar hann er spurður hvort slíkt gæti komið upp í Kristiansand.„Við erum með rammasamninga við alla, smiði, pípara, rafvirkja, þegar kemur að verkefnum. Eins og þetta virkar hjá okkur þá erum við með miðlæga skrifstofu sem tryggir að öll innkaup séu gerð með réttum hætti,“ segir Bjarki. Nefnir hann sem dæmi að í dag er hann að vinna í að kaupa inn ljós fyrir íþróttahús. „Þá er ég að vinna með manni frá eignasviði sem veit hvernig ljós þarf að kaupa, en ég kann reglurnar.“Mikið var rætt um kostnaðarmat verkefna, þá sérstaklega í tengslum við Braggann sem fór mörg hundruð milljónir fram úr upphaf legri kostnaðaráætlun og fram úr fjárheimildum. Bjarki segir að í Noregi sé gerð krafa um raunhæft og ábyrgt mat á kostnaðinum við útboð. „Ef þú ferð langt fram úr kostnaðinum og notar ranga viðmiðunarfjárhæð þá getur kaupandinn orðið skaðabótaskyldur og átt á hættu að fá stjórnvaldssekt.“Það er hins vegar gert ráð fyrir svigrúmi. „Það þarf þá að vera eitthvað sérstakt, gjarnan nýjar upplýsingar eða þannig lagað sem eru orsökin fyrir því að farið er fram úr áætlun.“
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent