Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 14:02 Gæsla á Secret Solstice í fyrra. Fréttablaðið/Þórsteinn Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07