Telur að kanna eigi þörfina á karlaathvarfi fyrir þolendur ofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 21:36 Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira