Einn af hverjum tíu á vinnumarkaði haldinn sjúklegri streitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 23:37 Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45