Giannis valinn bestur | Sjáðu hjartnæma ræðu hans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2019 07:38 Giannis með tárin í augunum í nótt. vísir/getty Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira