Sjáðu sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2019 16:30 Giannis Antetokounmpo. Getty/Gregory Shamus Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli. NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli.
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira