Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 08:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga Þorgrímsson í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna reksturs ferðaskrifstofufyrirtækisins Ævintýrareisna. Ólafur Helgi var einn upphaflegra stofnenda trúfélagsins dularfulla Zuism. Í dómi héraðsdóms frá 19. Júní kemur fram að Ólafur Helgi hafi játað meiriháttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga rekstrarárin 2010 til 2012 sem daglegur stjórnandi og prókúruhafi einkahlutafélagsins Ævintýrareisna. Félagið er gjaldþrota og var afskráð árið 2013. Ólafur Helgi var talinn hafa skilað efnislega röngum skattaframtölum fyrir félagið vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og ekki staðið skil á framtali fyrir rekstrarárið 2012. Alls hafi hann vanframtalið skattskyldar rekstrartekjur félagsins um rúmar 611 milljónir króna. Þannig hafi hann vanframtalið tekjuskattstofn félagsins um 251,6 milljónir króna og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 47,7 milljóna króna. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að málið snerist um umtalsverðar fjárhæðir og persónulega auðgun Ólafs Helga. Á móti var honum talið til tekna að hann hafi játað og ekki dregið undan framburði sínum. Langt væri frá brotunum og Ólafur Helgi væri ekki með sakaferil á bakinu. Því var talið rétt að skilorðsbinda átján mánaða fangelsisrefsingu hans. Vegna þess hversu stórfelld brot hans voru taldi dómurinn ekki hægt að takmarka sektarfjárhæð við lögbundið lágmark. Ólafur Helgi var því dæmdur til að greiða 143.400.000 krónur í sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Í dómnum var haft eftir Ólafi Helgi að hann hefði snúið við blaðinu og að rekstur hans væri nú í góðu lagi. Sérfróður aðili sinnti bókhaldi. Hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Luxury Adventures Icelanda samkvæmt vefsíðu þess fyrirtækis. „Við setjum gott nafn við allt sem við gerum,“ segir á vefsíðu Luxury Adventures þar sem fjallað er um eigendurna. Sagðist ekki lengur tengdur félaginu Ólafur Helgi stofnaði trúfélagið Zuism ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum árið 2013. Í upphafi var Ólafur Helgi skráður formaður trúfélagsins en óskaði eftir því að vera afskráður í febrúar árið 2014. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í nóvember vegna umfjöllunar um málefni Zuism baðst hann undan viðtali en sagðist ekki tengdur félaginu lengur. Gögn sem Vísir fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu í vetur sýna að Ólafur Helgi sendi umsókn og gögn um skráningu Zuism sem trúfélag árið 2012. Umsókninni var hafnað í tvígang áður en hún var á endanum samþykkt. Henni var meðal annars hafnað á þeim forsendum að alltof fáir félagar væru í Zuism. Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag var félagafjöldinn langt undir viðmiðum. Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga Þorgrímsson í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna reksturs ferðaskrifstofufyrirtækisins Ævintýrareisna. Ólafur Helgi var einn upphaflegra stofnenda trúfélagsins dularfulla Zuism. Í dómi héraðsdóms frá 19. Júní kemur fram að Ólafur Helgi hafi játað meiriháttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga rekstrarárin 2010 til 2012 sem daglegur stjórnandi og prókúruhafi einkahlutafélagsins Ævintýrareisna. Félagið er gjaldþrota og var afskráð árið 2013. Ólafur Helgi var talinn hafa skilað efnislega röngum skattaframtölum fyrir félagið vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og ekki staðið skil á framtali fyrir rekstrarárið 2012. Alls hafi hann vanframtalið skattskyldar rekstrartekjur félagsins um rúmar 611 milljónir króna. Þannig hafi hann vanframtalið tekjuskattstofn félagsins um 251,6 milljónir króna og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 47,7 milljóna króna. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að málið snerist um umtalsverðar fjárhæðir og persónulega auðgun Ólafs Helga. Á móti var honum talið til tekna að hann hafi játað og ekki dregið undan framburði sínum. Langt væri frá brotunum og Ólafur Helgi væri ekki með sakaferil á bakinu. Því var talið rétt að skilorðsbinda átján mánaða fangelsisrefsingu hans. Vegna þess hversu stórfelld brot hans voru taldi dómurinn ekki hægt að takmarka sektarfjárhæð við lögbundið lágmark. Ólafur Helgi var því dæmdur til að greiða 143.400.000 krónur í sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Í dómnum var haft eftir Ólafi Helgi að hann hefði snúið við blaðinu og að rekstur hans væri nú í góðu lagi. Sérfróður aðili sinnti bókhaldi. Hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Luxury Adventures Icelanda samkvæmt vefsíðu þess fyrirtækis. „Við setjum gott nafn við allt sem við gerum,“ segir á vefsíðu Luxury Adventures þar sem fjallað er um eigendurna. Sagðist ekki lengur tengdur félaginu Ólafur Helgi stofnaði trúfélagið Zuism ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum árið 2013. Í upphafi var Ólafur Helgi skráður formaður trúfélagsins en óskaði eftir því að vera afskráður í febrúar árið 2014. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í nóvember vegna umfjöllunar um málefni Zuism baðst hann undan viðtali en sagðist ekki tengdur félaginu lengur. Gögn sem Vísir fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu í vetur sýna að Ólafur Helgi sendi umsókn og gögn um skráningu Zuism sem trúfélag árið 2012. Umsókninni var hafnað í tvígang áður en hún var á endanum samþykkt. Henni var meðal annars hafnað á þeim forsendum að alltof fáir félagar væru í Zuism. Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag var félagafjöldinn langt undir viðmiðum.
Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15