Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 08:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga Þorgrímsson í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna reksturs ferðaskrifstofufyrirtækisins Ævintýrareisna. Ólafur Helgi var einn upphaflegra stofnenda trúfélagsins dularfulla Zuism. Í dómi héraðsdóms frá 19. Júní kemur fram að Ólafur Helgi hafi játað meiriháttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga rekstrarárin 2010 til 2012 sem daglegur stjórnandi og prókúruhafi einkahlutafélagsins Ævintýrareisna. Félagið er gjaldþrota og var afskráð árið 2013. Ólafur Helgi var talinn hafa skilað efnislega röngum skattaframtölum fyrir félagið vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og ekki staðið skil á framtali fyrir rekstrarárið 2012. Alls hafi hann vanframtalið skattskyldar rekstrartekjur félagsins um rúmar 611 milljónir króna. Þannig hafi hann vanframtalið tekjuskattstofn félagsins um 251,6 milljónir króna og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 47,7 milljóna króna. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að málið snerist um umtalsverðar fjárhæðir og persónulega auðgun Ólafs Helga. Á móti var honum talið til tekna að hann hafi játað og ekki dregið undan framburði sínum. Langt væri frá brotunum og Ólafur Helgi væri ekki með sakaferil á bakinu. Því var talið rétt að skilorðsbinda átján mánaða fangelsisrefsingu hans. Vegna þess hversu stórfelld brot hans voru taldi dómurinn ekki hægt að takmarka sektarfjárhæð við lögbundið lágmark. Ólafur Helgi var því dæmdur til að greiða 143.400.000 krónur í sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Í dómnum var haft eftir Ólafi Helgi að hann hefði snúið við blaðinu og að rekstur hans væri nú í góðu lagi. Sérfróður aðili sinnti bókhaldi. Hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Luxury Adventures Icelanda samkvæmt vefsíðu þess fyrirtækis. „Við setjum gott nafn við allt sem við gerum,“ segir á vefsíðu Luxury Adventures þar sem fjallað er um eigendurna. Sagðist ekki lengur tengdur félaginu Ólafur Helgi stofnaði trúfélagið Zuism ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum árið 2013. Í upphafi var Ólafur Helgi skráður formaður trúfélagsins en óskaði eftir því að vera afskráður í febrúar árið 2014. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í nóvember vegna umfjöllunar um málefni Zuism baðst hann undan viðtali en sagðist ekki tengdur félaginu lengur. Gögn sem Vísir fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu í vetur sýna að Ólafur Helgi sendi umsókn og gögn um skráningu Zuism sem trúfélag árið 2012. Umsókninni var hafnað í tvígang áður en hún var á endanum samþykkt. Henni var meðal annars hafnað á þeim forsendum að alltof fáir félagar væru í Zuism. Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag var félagafjöldinn langt undir viðmiðum. Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga Þorgrímsson í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna reksturs ferðaskrifstofufyrirtækisins Ævintýrareisna. Ólafur Helgi var einn upphaflegra stofnenda trúfélagsins dularfulla Zuism. Í dómi héraðsdóms frá 19. Júní kemur fram að Ólafur Helgi hafi játað meiriháttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga rekstrarárin 2010 til 2012 sem daglegur stjórnandi og prókúruhafi einkahlutafélagsins Ævintýrareisna. Félagið er gjaldþrota og var afskráð árið 2013. Ólafur Helgi var talinn hafa skilað efnislega röngum skattaframtölum fyrir félagið vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og ekki staðið skil á framtali fyrir rekstrarárið 2012. Alls hafi hann vanframtalið skattskyldar rekstrartekjur félagsins um rúmar 611 milljónir króna. Þannig hafi hann vanframtalið tekjuskattstofn félagsins um 251,6 milljónir króna og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 47,7 milljóna króna. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að málið snerist um umtalsverðar fjárhæðir og persónulega auðgun Ólafs Helga. Á móti var honum talið til tekna að hann hafi játað og ekki dregið undan framburði sínum. Langt væri frá brotunum og Ólafur Helgi væri ekki með sakaferil á bakinu. Því var talið rétt að skilorðsbinda átján mánaða fangelsisrefsingu hans. Vegna þess hversu stórfelld brot hans voru taldi dómurinn ekki hægt að takmarka sektarfjárhæð við lögbundið lágmark. Ólafur Helgi var því dæmdur til að greiða 143.400.000 krónur í sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Í dómnum var haft eftir Ólafi Helgi að hann hefði snúið við blaðinu og að rekstur hans væri nú í góðu lagi. Sérfróður aðili sinnti bókhaldi. Hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Luxury Adventures Icelanda samkvæmt vefsíðu þess fyrirtækis. „Við setjum gott nafn við allt sem við gerum,“ segir á vefsíðu Luxury Adventures þar sem fjallað er um eigendurna. Sagðist ekki lengur tengdur félaginu Ólafur Helgi stofnaði trúfélagið Zuism ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum árið 2013. Í upphafi var Ólafur Helgi skráður formaður trúfélagsins en óskaði eftir því að vera afskráður í febrúar árið 2014. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í nóvember vegna umfjöllunar um málefni Zuism baðst hann undan viðtali en sagðist ekki tengdur félaginu lengur. Gögn sem Vísir fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu í vetur sýna að Ólafur Helgi sendi umsókn og gögn um skráningu Zuism sem trúfélag árið 2012. Umsókninni var hafnað í tvígang áður en hún var á endanum samþykkt. Henni var meðal annars hafnað á þeim forsendum að alltof fáir félagar væru í Zuism. Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag var félagafjöldinn langt undir viðmiðum.
Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15