Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 08:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga Þorgrímsson í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna reksturs ferðaskrifstofufyrirtækisins Ævintýrareisna. Ólafur Helgi var einn upphaflegra stofnenda trúfélagsins dularfulla Zuism. Í dómi héraðsdóms frá 19. Júní kemur fram að Ólafur Helgi hafi játað meiriháttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga rekstrarárin 2010 til 2012 sem daglegur stjórnandi og prókúruhafi einkahlutafélagsins Ævintýrareisna. Félagið er gjaldþrota og var afskráð árið 2013. Ólafur Helgi var talinn hafa skilað efnislega röngum skattaframtölum fyrir félagið vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og ekki staðið skil á framtali fyrir rekstrarárið 2012. Alls hafi hann vanframtalið skattskyldar rekstrartekjur félagsins um rúmar 611 milljónir króna. Þannig hafi hann vanframtalið tekjuskattstofn félagsins um 251,6 milljónir króna og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 47,7 milljóna króna. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að málið snerist um umtalsverðar fjárhæðir og persónulega auðgun Ólafs Helga. Á móti var honum talið til tekna að hann hafi játað og ekki dregið undan framburði sínum. Langt væri frá brotunum og Ólafur Helgi væri ekki með sakaferil á bakinu. Því var talið rétt að skilorðsbinda átján mánaða fangelsisrefsingu hans. Vegna þess hversu stórfelld brot hans voru taldi dómurinn ekki hægt að takmarka sektarfjárhæð við lögbundið lágmark. Ólafur Helgi var því dæmdur til að greiða 143.400.000 krónur í sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Í dómnum var haft eftir Ólafi Helgi að hann hefði snúið við blaðinu og að rekstur hans væri nú í góðu lagi. Sérfróður aðili sinnti bókhaldi. Hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Luxury Adventures Icelanda samkvæmt vefsíðu þess fyrirtækis. „Við setjum gott nafn við allt sem við gerum,“ segir á vefsíðu Luxury Adventures þar sem fjallað er um eigendurna. Sagðist ekki lengur tengdur félaginu Ólafur Helgi stofnaði trúfélagið Zuism ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum árið 2013. Í upphafi var Ólafur Helgi skráður formaður trúfélagsins en óskaði eftir því að vera afskráður í febrúar árið 2014. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í nóvember vegna umfjöllunar um málefni Zuism baðst hann undan viðtali en sagðist ekki tengdur félaginu lengur. Gögn sem Vísir fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu í vetur sýna að Ólafur Helgi sendi umsókn og gögn um skráningu Zuism sem trúfélag árið 2012. Umsókninni var hafnað í tvígang áður en hún var á endanum samþykkt. Henni var meðal annars hafnað á þeim forsendum að alltof fáir félagar væru í Zuism. Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag var félagafjöldinn langt undir viðmiðum. Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga Þorgrímsson í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna reksturs ferðaskrifstofufyrirtækisins Ævintýrareisna. Ólafur Helgi var einn upphaflegra stofnenda trúfélagsins dularfulla Zuism. Í dómi héraðsdóms frá 19. Júní kemur fram að Ólafur Helgi hafi játað meiriháttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga rekstrarárin 2010 til 2012 sem daglegur stjórnandi og prókúruhafi einkahlutafélagsins Ævintýrareisna. Félagið er gjaldþrota og var afskráð árið 2013. Ólafur Helgi var talinn hafa skilað efnislega röngum skattaframtölum fyrir félagið vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og ekki staðið skil á framtali fyrir rekstrarárið 2012. Alls hafi hann vanframtalið skattskyldar rekstrartekjur félagsins um rúmar 611 milljónir króna. Þannig hafi hann vanframtalið tekjuskattstofn félagsins um 251,6 milljónir króna og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 47,7 milljóna króna. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að málið snerist um umtalsverðar fjárhæðir og persónulega auðgun Ólafs Helga. Á móti var honum talið til tekna að hann hafi játað og ekki dregið undan framburði sínum. Langt væri frá brotunum og Ólafur Helgi væri ekki með sakaferil á bakinu. Því var talið rétt að skilorðsbinda átján mánaða fangelsisrefsingu hans. Vegna þess hversu stórfelld brot hans voru taldi dómurinn ekki hægt að takmarka sektarfjárhæð við lögbundið lágmark. Ólafur Helgi var því dæmdur til að greiða 143.400.000 krónur í sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Í dómnum var haft eftir Ólafi Helgi að hann hefði snúið við blaðinu og að rekstur hans væri nú í góðu lagi. Sérfróður aðili sinnti bókhaldi. Hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Luxury Adventures Icelanda samkvæmt vefsíðu þess fyrirtækis. „Við setjum gott nafn við allt sem við gerum,“ segir á vefsíðu Luxury Adventures þar sem fjallað er um eigendurna. Sagðist ekki lengur tengdur félaginu Ólafur Helgi stofnaði trúfélagið Zuism ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum árið 2013. Í upphafi var Ólafur Helgi skráður formaður trúfélagsins en óskaði eftir því að vera afskráður í febrúar árið 2014. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í nóvember vegna umfjöllunar um málefni Zuism baðst hann undan viðtali en sagðist ekki tengdur félaginu lengur. Gögn sem Vísir fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu í vetur sýna að Ólafur Helgi sendi umsókn og gögn um skráningu Zuism sem trúfélag árið 2012. Umsókninni var hafnað í tvígang áður en hún var á endanum samþykkt. Henni var meðal annars hafnað á þeim forsendum að alltof fáir félagar væru í Zuism. Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag var félagafjöldinn langt undir viðmiðum.
Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15