Gunnar berst við reyndan Brasilíumann í Kaupmannahöfn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. júní 2019 15:01 Þetta verður skemmtilegur bardagi. Það er búið að staðfesta næsta bardaga Gunnars Nelson hjá UFC en okkar maður mun stíga inn í búrið í Kaupmannahöfn þann 28. september. Andstæðingur hans í þeim bardaga verður Brasilíumaðurinn reyndi, Thiago Alves. Alves er orðinn 35 ára gamall og hefur barist 26 sinnum hjá UFC. Bardaginn gegn Gunnari verður hans þriðji á þessu ári. Hann barðist síðast gegn Laureano Staropoli í maí og tapaði. Það hefur gengið illa hjá Alves síðustu árin en hann hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Þar af hefur hann tapað þremur af síðustu fjórum.First fight for #UFCCopenhagen! @GunniNelson vs @ThiagoAlvesATT is official. Get your seats https://t.co/MeGiwpSBZcpic.twitter.com/COo6ZLmieP — UFC Europe (@UFCEurope) June 26, 2019 Hann hefur barist við marga frábæra kappa. Þar á meðal um veltivigtartitilinn við Georges St-Pierre en þeir börðust árið 2009. GSP vann þá á stigum. Alves hefur líka barist gegn mönnum eins og Rick Story, Carlos Condit og Jim Miller. Hann hefur því upplifað ansi margt á sínum ferli. Gunni barðist síðast gegn Leon Edwards í London í mars og varð að sætta sig við tap. Hann þarf því að komast aftur á sigurbraut í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem UFC mætir með bardagakvöld til Kaupmannahafnar og þetta er fyrsti staðfesti bardaginn á kvöldinu. Íslendingar munu örugglega fjölmenna til þess að styðja okkar mann. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Það er búið að staðfesta næsta bardaga Gunnars Nelson hjá UFC en okkar maður mun stíga inn í búrið í Kaupmannahöfn þann 28. september. Andstæðingur hans í þeim bardaga verður Brasilíumaðurinn reyndi, Thiago Alves. Alves er orðinn 35 ára gamall og hefur barist 26 sinnum hjá UFC. Bardaginn gegn Gunnari verður hans þriðji á þessu ári. Hann barðist síðast gegn Laureano Staropoli í maí og tapaði. Það hefur gengið illa hjá Alves síðustu árin en hann hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Þar af hefur hann tapað þremur af síðustu fjórum.First fight for #UFCCopenhagen! @GunniNelson vs @ThiagoAlvesATT is official. Get your seats https://t.co/MeGiwpSBZcpic.twitter.com/COo6ZLmieP — UFC Europe (@UFCEurope) June 26, 2019 Hann hefur barist við marga frábæra kappa. Þar á meðal um veltivigtartitilinn við Georges St-Pierre en þeir börðust árið 2009. GSP vann þá á stigum. Alves hefur líka barist gegn mönnum eins og Rick Story, Carlos Condit og Jim Miller. Hann hefur því upplifað ansi margt á sínum ferli. Gunni barðist síðast gegn Leon Edwards í London í mars og varð að sætta sig við tap. Hann þarf því að komast aftur á sigurbraut í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem UFC mætir með bardagakvöld til Kaupmannahafnar og þetta er fyrsti staðfesti bardaginn á kvöldinu. Íslendingar munu örugglega fjölmenna til þess að styðja okkar mann.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira