Vill íbúakosningu um skipulag Elliðaárdals Ari Brynjólfsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, vill engar stórframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05